Ráðumst gegn atvinnuleysisdraugnum án tafar
22.12.2008 | 11:46
Er verðbólgan ekki samkvæmt því sem spáð var? Fyrst ætti hún að aukast og síðan drægi úr henni eftir því sem liði á árið.
Hef í raun minni áhyggjur af verðbólgu en meiri af atvinnuleysi. Kannski geta einhverjir spekingar leiðrétt mig, en segir ekki svo í fræðunum að verðbólga og atvinnuleysi séu andstæðir pólar, mjög erfitt sé að ná hvort tveggja niður með sömu meðölum.
Sé svo ætti ríkisstjórnin að leggja mestu áhersluna á að draga úr atvinnuleysi eins og kostur er. Með því vinnst að minnsta kosti tvennt. Annar vegar dregur úr óöryggi fólks og hins vegar er ljóst að eftir því sem atvinnuleysi er minna er neyslan meiri sem auðvitað þýðir meira streymi fjármagns um æðar samfélagsins. Er það ekki markmiðið?
Hins vegar er ekkert óyggjandi í þessum efnum. Það er bara ekki svo að við getum valið að ráðast gegn einu af því sem plagar þjóðfélagið og geymt hitt á ís á meðan. Líklegast þarf að berjast á öllum vígstöðvum í einu. En fyrir alla muni, leggjum samt til atlögu við atvinnuleysisdrauginn án tafar.
Verðbólgan mælist 18,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.