Lítil uppskera stjórnarandstöðunnar þrátt fyrir allt
2.12.2008 | 11:42
Vitlaustasta tillaga stjórnarandstöðunnar í efnahagashremmingum undanfarinna vikna var líklega vantrauststillagan sem þó var felld, engum til undrunar. Stjórnarandstaðan var þó klofin í atkvæðagreiðslunni og kann það að hafa ráðið úrslitum enda leggja menn vart fram tillögu nema í þeirri vona að hún verði samþykkt.
Ekki hefur stjórnarandstaðan verið einbeitt í verkum sínum á Alþingi. Samstaðan innan hennar hefur verið lítil. Þingmenn Framsóknar hafa hrökklast í burtu, þingmaður Frjálslyndra greiddi atkvæði gegn vantraustinu og formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins þurfti nú síðast að biðjast afsökunar yfir því að hafa talað niður til fatlaðra.
Undarlegt er þó það að uppskera stjórnarandstöðunnar sé ekki meiri í skoðanakönnunum miðað við stöðuga gagnrýni og mótmæli gegn ríkisstjórninni.
Það breytir því ekki að von er á að miklar breytingar verði á mannaskipun stjórnmálaflokkanna fyrir næstu Alþingiskosningar af þeirri einföldu ástæðu að þeir bera allir mikla ábyrgð á stöðu þjóðarbúsins.
Ánægja með stjórnarandstöðu vex | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.