Þvílík andskotans tíð ...

Þetta eru undarlegir tímar fyrir okkur, almenning. Margir hafa vanið sig á að kaupa hitt og þetta frá útlöndunum, tölvuforrit, bækur, tímarit og fleira smálegt.

Nú bregður svo við að kreditkortið dugar ekki lengur, Visa neitar millifærslunni. Og forritið er þannig ófáanlegt nema það kunni að fást rándýrt í Applebúðinni, útlenda bókin kemur kannski ekki fyrr en eftir áramót í Eymundsson.

Konu nokkurri í hárri stöðu á Bretlandi varð það að orði er hún leit yfir liðið ár að það væri Annus terribilis og brá fyrir sig latnesku af mikilli list.

Hvað má svo alþýða Íslands segja þegar hún er aftur orðin ofurseld álagningu íslenskra kaupmanna? Þvílíkt andskotans tíð.

Jú, eflaust sparar maður við sig, lætur eins og maður þurfi ekki á tölvuforritinu að halda og kannski maður grípi í einhverja aðra bók og noti þá bókasafnið, sleppi að kaupa.

Ég var á fundi um kreppuráð um daginn. þar talaði Lára Ómarsdóttir. Henni mæltist vel en eitt af því sem er minnisstæðast af fundinum er það ráð hennar að sinna jólainnkaupunum sem fyrst. Allt hækkar eftir því sem nær dregur jólum, verslanir hika ekki við að hækka daglega. En nú má búast við því að gengi krónunnar haldi áfram að hrapa fram yfir áramót og því mun innkaupsverðið hækka og ofan á það kemur svo frjálsleg álagning kaupamanna.


mbl.is Nýjar gjaldeyrisreglur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

hehe, það að þú sért mac notandi segir nú bara allt sem segja þarf :D

En ég skil þig, þetta er ansi grimmt en þó líklegast nauðsinlegt.

kv, Biggi PC maðurinn

Birgir Hrafn Sigurðsson, 28.11.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekki feiminn að viðurkenna það. Ferleg ótíð að geta ekki keypt frá útlandinu, oft er seríalnúmer það eina sem maður þarf.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.11.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband