Mótmælin teygja sig inn í Sjálfstæðisflokkinn
22.11.2008 | 19:19
Fólk á að mótmæla. Fólk á að mæta á mótmælafundi. Fólk á að rífa kjaft gegn valdsstjórninni eins og það lifandi getur. Fólk á að grýta Alþingishúsið. Ég hef ekkert út á það að setja.
Reiði fólks er skiljanleg.
Staða þjóðarinnar er fullkomlega óásættanleg. Þingmenn hafa allir sofið á verðinum, ríkisstjórnin hefur ekki gætt hagsmuna okkar. Þess vegna á fólk að mótmæla.
Ég er Sjálfstæðismaður og ég er reiður. Ég hef hingað til gert ákveðnar kröfur til þingmanna flokksins og ráðherra. Þeir hafa klúðrað málum og þess vegna er komin tími á breytingar. Þeir sem áttu að standa vaktina fyrir okkar hönd sáu ekki hvað var að gerast.
Þess vegna krefst ég uppgjörs, en ég geri ekki kröfu til kosninga. Nú er ekki tími til annars en að sinna björgunaraðgerðum. En þegar kemur til prófkjörs þá skulu sitjandi flestir þingmenn muna það að þeirra tími er liðinn. Sjálfstæðisflokkurinn er mannmargur flokkur og enginn er ómissandi. Maður kemur í manns stað.
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir það Sigurður að maður heyri einu sinni til heilbrigðs og heiðvirðs sjálfstæðismanns sem kann að reiðast óhæfri forystu. Ef fleiri sjálfstæðismenn hefðu haft sómakennd eins og þú þá væri ástandið vafalaust betra.
En hvernig er hægt að láta sama óþjóðalýðinn og leiddi okkur í glötun stjórna björgunaraðgerðunum? Ég er ekki að sjá það gerast.
Held að það eina rétta í stöðunni væri að skipa þjóðstjórn valinna vandaðra manna og láta þá um að gera upp fortíðina og leiða björgunarstarfið.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:47
Ég er sjálfstæðismaður. Ég er mjög ósáttur sjálfstæðismaður. Ég get engan veginn sætt mig við að fólkið sem klúðraði öllum okkar málum eigi nú að bjarga okkur. Nei takk. Ég treysti ekki Geir, Sollu og allra síst manninnum sem nú tekur allt plássið á sviðinu, Davíð Oddssyni. Honum og bankastjórn Seðlabankans á að henda út í hafsauga. Hann er búinn að valda okkur þvílíku tjóni að vart mun vera mælanlegt.
Ég er hins vega ósammála þér varðandi kosningar. Þær verða að fara fram sem fyrst. Jafnvel þó Sjálfstæðisflokkurinn bíði í þeim afhroð. Þá verður bara svo að vera. Slíkt gefur okkur tækifæri til endurnýjunar og geta sótt aftur fram af fullum krafti þegar fram líða stundir.
Stjórnin á að biðjast lausnar og senda þingið heim. Forseti setji að tillögu forsætisráðherra utanþingsstjórn þeirra hæfustu manna, hverra á sinu sviði. Á meðan geta stjórnmálaflokkarnir undirbúið sig undir kosningar og endurnýjað umboð sitt frá kjósendum á komandi vormánuðum.
Sveinn Ingi Lýðsson, 22.11.2008 kl. 19:51
Siggi þú verður bara að fara í framboð, þú færð í það minnsta mitt atkvæði.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:21
Takk fyrir það, Villi minn, gamli KR-ingur. Ég get þó sagt að á mig hafi verið skorað ... ;-:
Í alvöru talað. Þó reiðin sé mikil þá verðum við að fara varlega. Reiður maður fer oft villur vega og dómgreindin er honum týnd. Gætum að hvað við segjum, hugsum okkur tvisvar um.
Þó ég sé fúll út í mína menn, þá treysti ég því að þeir reyni að vinna landi og þjóð eins og þeir geta. Í því felst þó engin syndaaflausn, síður en svo.
Og þó reiði mín sé mikil þá er ég ekki alltaf á sama máli og margir þeirra sem nú mótmæla, en út yfir gröf og dauða er ég fylgjandi málfrelsi þeirra og réttinum til að koma saman og krefjast breytinga.
Framar öllu þá vil ég rökræður en ekki hávaða og þann djöfulskap sem tröllríður nú bloggsíðum og umræðusíðum á vefnum. Ef við missum getuna til almennra rökræðna um kjarna máls þá er friðurinn í hættu og ofbeldið skammt undan. Ég vil aðgætni, yfirvegun og nákvæmni hvort sem rætt er um menn eða málefni.
Atkvæði mitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eða í Alþingiskosningum mun ég engu að síður nota af fullkomnu vægðarleysi gagnvart þeim þingmönnum og ráðherrum sem nú sitja. Þegar þar að kemur mun ég ekki þurfa að rökstyðja mitt val.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.11.2008 kl. 20:34
Sælir
Mér sýnist einhvern veginn að ekki verði komist hjá uppgjörni núna. Að reyna eitthvað annað er að bera í bakkafullan lækinn. Það flæðir bara stöðugt yfir bakkann og fer ekki minnkandi ef marka má atburði dagsins í dag.
Að vissu leyti veikir það stjórnunina tímabundið að fara í stjórnarskipti, en mér sýnist fleiri og fleiri ekki geta horft lengur fram á veginn án þess að fyllast reiði í garð núverandi stjórnvalda.
Sjálfstæðisflokkurinn nær áttum aftur en aldei fyrr en eftir einhvern tíma. Núverandi ástand er ekki að auka fylgi hans.
Besta kveðja
Eyjólfur
Eyjólfur Sturlaugsson, 22.11.2008 kl. 20:54
Hér er enn einn sjálfstæðismaðurinn.
Merkileg umræða - ég hef lengi vitað að formaðurinn sé öflugur - en að hann hafi sett af stað heimskreppu - varla - að hann hafi stjórnað atburðarásinni sem varð til þess að bankarnir hér hrundu - varla - að hann og hans fólk sé að gera allt sem unnt er til þess að lágmarka skaðann - það get ég tekið undir -
leyfum stjórninni að vinna í friði við að hreinsa upp eftir bankana - gerum okkur ljóst að frelsið sem peningamennirnir fengu var misnotað og Evrópureglugerðirnar gerðum þaim eftirleikinn auðveldann - mér skilst að þeir úti ætli að breyta þeim - þar eru bankar búnir að hrynja og eru enn að hrynja.
Í stað þess að vera með gífuryrði í garð forystu Sjálfstæðisflokksins skulum við draga andann djúpt og sjá hverju fram vindur á næstu vikum.
Styðjum stjórnina í því hlutverki að hreinsa til - það er ekki auðvelt verk og þeir sem ollu tjóninu verða væntanlega látnir sæta ábyrgð. Svo er líka bótakrafan á Bretana - er það kanski tilviljun að það er Verkamannaflokkurinn sem ræðst svona á okkur? Þeir stjórnuðu líka áras á okkur í þorskastríði. Skrýtið.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.11.2008 kl. 21:44
Gefa stjórninni tíma til að hreinsa upp eftir bankanna Ólafur!!!! ???
Hverjir einkavæddu bankanna?
Hverjir breyttu skattaumhverfinu svo þeir gætu blásið hraðar út?
Hverjir lækkuðu bindiskyldu bankanna?
Hverjir útbjuggu regluverkið og lagarammann um bankanna?
Hverjir sýndu glæpsamlegan sofandahátt og vanrækslu þrátt fyrir itrekaðar viðvaranir?
Viltu svara þessu til Ólafur?
Það eru akkúrat svona sjálfstæðismenn eins og þú sem koma óorði á góða sjálfstæðismenn. Það eru akkúrat menn eins og þú sem hafið eyðilagt orðstír sjálfstæðisflokksins þannig að hann ber ekki barr sitt næstu áratugi. Og nota bene. Þú getur ekki verið sjálfstæðismaður í þeim skilningi orðsins. Þú hlýtur að vera siðblindur frjálshyggjubesefi með saltfisk í hjarta stað.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:57
Ólafur Ingi hefur rétt á sínum skoðunum eins og aðrir Eggert og það er óþarfi að vera með svívirðingar í hans garð eða frjálshyggju sem kemur þessu ekkert við.
Það er sjálfsagt að spyrja gagnrýnna spurninga en að spyrja hver einkavæddi er eins að spyrja hver lét ökuníðinginn fá bílpróf. Einkavæðing banka var í sjálfum sér ekki slæm, það frekar regluverkið í kringum þá sem var gallað.
Það regluverk sem við höfum verið að vinna eftir er komið frá ESB í gegnum EES samninginn og það er erfitt að breyta slíkri löggjöf þar sem markmið samningsins er að stuðla að aukinni samþættingu á innrimarkaðnum. Það er flestum ljóst í dag að lögin frá ESB eru miðuð við stærri ríki sem geta tryggt lögbundnar innistæðutryggingar. Það er samt alltaf auðvelt að vera vitur eftir á.
Ég er sammála Ólafi að við eigum að gefa stjórnvöldum frið til að vinna að björgunaraðgerðum sem stendur. Það þýðir samt ekki að ég sé sáttur við mína menn í Sjálfstæðisflokknum. Ég er mjög ósáttur við það hvernig ríkisvaldið hefur fengið að blása út undanfarin ár. Ég er ósáttur við mína þingmenn að hafa ekki hlustað á t.d. varnaðar orð Einars Odds sem talaði snemma fyrir stærri gjaldeyrisvaraforða. Ég gæti talið upp fleiri hluti sem ég er ósáttur við en ég held að ég láti það liggja í fortíðinni og snúi mér að því að vinna að því að byggja upp til framtíðar. Það er best gert með halda umræðunni málefnalegri og finna raunveruleg orsök vandamálsins, því við stöðvum ekki lekan með því að reka skipstjórann.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.