Atvinnuleysi er allstaðar sama bölið

Margt gæti mælt með því að flytja þess fyrirtæki heim, að hluta eða öllu leyti. Hins vegar eru alvarlegir meinbugir á slíku. Kostnaður við flutning er mjög mikill, mannauður fylgir ekki með, hugsanlega tapast markaðir í framleiðslulandinu vegna brottflutnings og svona má lengi telja.

Alvarlegast eru þó uppsagnir fólks. Þá kemur að siðferðilegri spurningu: Er réttlætanlegt að segja fólki upp í fyrirtæki í íslenskri eigu í útlöndum til þess að flytja það heim og útvega atvinnulausum hér á landi vinnu? Haldi fólk því fram að atvinnuleysi sé vond staða fyrir íslenskt þjóðfélag, þá er það ekki síður slæm staða fyrir önnur lönd. Það er í mörg horn að líta en hugsanlega væri millivegurinn sá að auka framleiðslu með því að setja upp svipað fyrirtæki hér á landi.

Hins vegar skipti miklu að gera sér ekki óraunhæfar vonir í sambandi við svona hugmyndir. Ef til vill reynast þær raunhæfar í einhverjum tilfellum en fráleitt öllum.


mbl.is Starfsemi flutt til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband