Mjög fróðleg ræða hjá Davíð

Mikil eftirspurn eftir sökudólgum en lítið framboð,“ sagði Davíð Oddsson. Fróðlegt var að hlusta á hann. Eftirspurnaraðilar eftir sökudólgum ættu nú að velta fyrir sér orðum Davíðs og spá í það sem hann segir og hefur sagt í stað þess að óska stöðugt eftir „aftöku“ hans. Mér finnst alltaf mikilvægara að velta fyrir mér rökum fólks frekar en innantómum upphrópunum.

Segja má að í hnotskurn hafi Davíð bent á að eftirlitshlutverki Seðlabankans með fjármálastofnunum hafi verið settar alvarlegar skorður með því að hafði þau úrræði sem Fjármálaeftirlitið gat notað. Af orðum hans má kannski skilja að Fjármálaeftirlitið hafi ekki staði sig.

Einnig voru eftirtektarverð þau ummæli Davíðs að þau úrræði sem Seðlabankinn þó hefur gæti hann notað af mildi en einnig af offorsi og átti hann þar líklega við stýrivextina.

Kannski er athyglisverðast sú fullyrðing Davíðs að enn séu ekki enn öll kurl komin til grafar um aðdraganda bankakreppunnar. Greinilegt er að hann býr yfir afar mikilvægum upplýsingum sem varpað geta skýru ljósi á málin. Verða þau eflaust gerð opinber í boðaðri rannsókn á gömlu bönkunum. 


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sammála þessu hjá þér, en hef ákveðna skoðun á Davíð sem ég ætla mér ekki að fela, er það ekki fyrst og frems Viðskiptaráðuneytið sem brást og svo FME ?

Nokkuð viss um að margir hér allt of fljótir að dæma Davíð sem niðurrifsamann sem hann er ekki - man ekki hversu oft hann talaði um að þessi útrás væri komin í tómt tjón - ekki var hlustað á hann frekar en aðra, helst bent á að halda sig til hlés enda niðurrifsmenn útrásarinna - nú segja menn að þessir sömu geti verið vitrir eftir á.

Jón Snæbjörnsson, 18.11.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: Sævar Helgason

Ef hann hefði beitt bindiskyldunni til að hemja ofvöxtinn í einkabankakerfinu- þá væru allir þessir bankar í einkarekstri og við með minniháttar vandamál.

Og nú rífur kallinn bara kjaft- burtu með manninn - STRAX

Sævar Helgason, 18.11.2008 kl. 16:52

3 Smámynd: Rýnir

Sælir piltar,

ágætis færsla Sigurður.

Það er áhugavert að lesa ræðu Davíðs. Þeir sem það hafa ekki gert en eru engu að síður með einhverja sleggjudóma ættu kannski að lesa hana? Slóðin er: http://sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6595


Kreppukall og Sævar, þið kannski rökstyðjið betur það sem þið skrifið, svona fyrir okkur minni spámennina? Eins og Sigurður segir í færslunni: “Mér finnst alltaf mikilvægara að velta fyrir mér rökum fólks frekar en innantómum upphrópunum.”

Varðandi bindiskylduna sem virðist vera orðin einhverskonar tískuorð í dag. Stóru íslensku bankarnir voru bæði viðskiptabankar og fjárfestingarbankar. Bindiskylda getur haft áhrif á útlánagetu viðskiptabanka, þar sem bankarnir eru þar skyldaðir til að halda eftir ákveðnum hluta innistæðna. Hinsvegar, og hér er lykilatriðið, bankarnir sóttu nær ótakmarkað fjármagn til að lána út, á erlenda skuldabréfamarkaði. Með öðrum orðum, þetta tæki Seðlabankans hefði í engu, eða a.m.k. mjög, mjög takmörkuðum mæli haft nokkur áhrif á útlánagetuna, hvort sem bindiskyldan hefði verið 5%, 10%, 50% eða 100%, þá hefðu það engu breytt. Bankarnir hefðu þá bara sótt það fjármagn sem þeir vildu lána, annarsstaðar frá. Einnig gat fólk fengið lánað í erlendri mynt fyrir húsnæði. Bindiskyldan hefði þar, að öðru óbreyttu, engin áhrif haft þar á. Er þetta ekki nokkuð rökrétt annars?

Þið kannski útskýrið betur hvað þið eigið við?

Góðar kveðjur

Rýnir, 18.11.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Ræðan hjá Davíð var bara um hann, hann, og aftur hann. Og hvað allir aðrir voru vondir við hann svona, litla gula hænan. Ekkert um hvað er framundan, hvernig hann ætlar að koma okkur út úr þessu. þú talar mikið um rök, að fólk verði að rökstyðja það sem það skrifar,  en ekki  vera með innantómar upphrópanir, mér finnst þú ekki koma með rök !!! Þið Sjálfstæðismenn eruð fastir í sömu sporunum, hafið þið aldrei heyrt talað um auðmýkt eða setninguna, mér varð á mistök. afsakið, minn tími er búinn. Prófa bara, ekkert mjög erfitt, það er vont en það venst.

Sigurveig Eysteins, 19.11.2008 kl. 03:47

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakkir fyrir málefnalegar athugasemdir. Mér finnst samt að þú, Sigríður ættir að lesa það sem ég hef skrifað. Vissulega á Sjálfstæðisflokkurinn hlut að máli, ef til vill meira en aðrir flokkar. Það hefur þó ekki breytt skoðun minni á sjáflstæðisstefnunni þó einhverjir þingmenn flokksins hafi ekki staðið sig í stykkinu.

Ég valdi mér stefnu sem ég fylgi en byggi málflutning ekki á sleggjudómum um fólk eða hvað kann að vera vinsælast hverju sinni.

Mér finnst líka verulega ósanngjarnt hjá þér að alhæfa um heild ens og þú gerir í lok athugasemdar þinnar. Það er nú einu sinni staðreynd að fólk er mismunandi og alls ekki svo að lunderni eða persónueinkenni séu ráðandi meðal flokksbundins fólks, hvorki í sjálfstæðisflokknum né öðrum flokkum eða utan þeirra. Ekki gott, Sigurveig.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.11.2008 kl. 08:20

6 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Sigurveig heiti ég ekki Sigríður, Var ekki að alhæfa, heldur ráðleggja, á mjög hófsaman hátt, þú þarft ekki að taka það til þín, eigðu góðan dag

Sigurveig Eysteins, 19.11.2008 kl. 12:25

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvaða fólk, hvaða land, hvernig og ekki síst hvað var eyðilagt?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.11.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband