Enginn í ferðaþjónustu í forsvari ferðaþjónustfundar
14.11.2008 | 09:12
Er ekki skrýtið að halda aðalfund atvinnugreinar og aðeins einn sem þar er auglýstur hefur nokkurn tímann tekið þátt í starfinu. Þannig er það með aðalfund Ferðamálasamtaka Íslands sem haldinn verður á Höfn í þriðju viku nóvember.
Pétur Rafnsson, formaðurinn, hefur aldrei starfað í ferðaþjónustu. Hann hefur hins vegar lengi verið þurrkuntulegur ríkisstarfsmaður og hefur aldrei starfað í ferðaþjónustu.
Bæjarstjórinn á Höfn er auðvitað ekki í ferðaþjónustu en hann ávarpar fundinn.
Ferðamálastjóri ávarpar fundinn líka, en hún hefur eftir því sem ég best veit alið allan sinn aldur annars staðar en í ferðaþjónustu.
Kristján Pálsson nefnist formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja og hann heldur erindi. Kristján er þekktur fyrir stjornmálaflokkaflakk, en aldrei hætt fé sínu í ferðaþjónustu eða starfað þar.
Dirk Glaesser, yfirmaður upplýsingasviðs World Tourism Organization á Spáni hedur líka ræðu og hann er fyrst og fremst embættismaður og fræðimaður en hefur aldrei starfað í ferðaþjónustu.
Ásmundur Gíslason, eigandi ferðaþjónustfyrirtæksins í Árnanes við Höfn, er fundarstjóri. Þar fær einn sem hefur hætt fé sínu og eytt nær öllum sínum tíma í ferðaþjónustu að koma að þessum fundi.
Loks kemur röðin að honum Gísla M. Valtýssyni sem er hótelsstjóri en hann er veislustjóri í kvöldverði samtakanna.
Svo virðist sem Ferðamálasamtökin séu bara samtök allra annarra en þeirra sem starfa að ferðaþjónustu og að öllum líkindum er starfsemin kostuð af ríkissjóði. Ferðaþjónustuaðilarnir standa síðan og hlusta þöglir á það sem höfðingjarnir og fræðimennirnir þóknast að segja.
Grínlaust: Hvar er eldmóðurinn og deiglan sem einu sinni bjó meðal ferðaþjónustufólks, þ.e. fyrir tíma ríkisvæðingar? Þá kom ferðaþjónustan saman og menn rifu kjaft við ríkisvaldið og fulltrúa þess, heimtuðu og lofuðu jafnframt öllu fögru. Nú er þetta allt þurrt og leiðinlegt, að minnsta kosti úr fjarska séð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.