Björgúlfur var kurteis og sannfærandi

Það væri óskandi að þeir sem gagnrýna Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann gamla Landsbankans væru eins gætnir í orðavali og kurteisir og hann. Björgúlfur kom mjög vel út úr Kastljósi, hann var yfirvegaður og svarði málefnalega.

Björgúlfur fullyrti að þann 30. september 2008 hafi eignastaða gamla Landsbankans verið svo góð að hann hafi átt eignir sem námu tvöföldum Icesave reikningunum erlendis. Þetta eru merkileg tíðindi ef rétt reynist og þau hafa eftir því sem ég best man hvergi komið fram. Hjá manni vaknar von ...

Landsbankinn var ekki gjaldþrota, hann var í greiðsluerfiðleikum og á þessu tvennu er mikill munur segir Björgúlfur.

Ég er nú einu sinni þannig gerður að rök höfða yfirleitt meira til mín en upphrópanir. Þess vegna legg ég við eyrun þegar ég heyri mætan mann tala af sannfæringu.

Enn er tortryggni mín mikil og því er best að spara stóru orðin og spyrja að leikslokum.


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Af hverju segir þú og svo margir aðrir BjörgÚlfur?

Friðrik Þór Guðmundsson, 13.11.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kannski skortur á C vítamíni. Þetta skriplaðist svona út úr hausnum á mér með viðkomu í lyklaborðinu ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.11.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband