Lítil, frek þjóð á sannarlega fá vini

Einhverra hluta vegna kemur það nú í ljós að litla, freka þjóðin á sér fáa vini. Engin þjóð kemst upp með að standa ekki við skuldbindingar sínar. Og hverjir skyldu nú hafa brugðist fyrir utan eigendur bankanna og stjórnvöld? Jú, það eru hinir grautlinu fjölmiðlar sem hafa mært þessa svokölluðu útrás og ekki sagt rétt frá stöðu landins erlendis og byggt upp og haldi við gengdarlausri þjóðrembu.

Hér heima hafa útlendingar einatt verið spurðir leiðandi spurninga um land og þjóð. Gestir eru yfirleitt kurteisir, þeim finnst landið „sérstakt“ en af hæversku sinni segja þeir ekki hug sinn um hina freku, þunglyndu og sjálfselsku þjóð.

Svo stöndum við í þeirri meiningu að við séu einstaklega flott þjóð og allar okkar syndir séu bankaeigendum að kenna. Það er bara rangar. Hvað með okkur skuldarana? Berum við enga ábyrgð? Við hikuðum ekki við að taka lán, breyttum jafnvel húsnæðislánunum og tókum enn hærri lán út á þau til að geta sólundað í neyslu.

Af reynslu minni þori ég að fullyrða að Norðmenn myndu ekki hafa hagað sér svona, ekki Þjóðverjar, ekki Svíar, ekki Danir, ekki Hollendingar, ekki Englendingar ...

Enginn þarf að vera hissa á að útlendingar sem eiga kröfu á íslensku bankanna skuli vera órólegir. Enginn þarf að vera hissa á því að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hiki.

Fjölmiðlarnir eru ekki gagnrýnir, þeir fljóta með, segja frá og við fyllumst stolti. Helvítis Danirnir að setja eitthvað út á Kaupþing, þeir eru bara öfundssjúkir. Öll varnarðarorð fóru framhjá hinu svokallaða „fjórða valdi“en það uppnefni er tómt rugl, ekkert annað en áróður, rétt eins og þjóð sem kallar sig „guðs útvalda“.

Öllu valdi fylgir hins vegar ábyrgð en af hálfu fjölmiðla hafði það gleymst, en vissulega hafa þeir vald. Svona fámenna þjóð er auðvelt að heilaþvo, viljandi eða óviljandi.

Við flutum með og nýttum okkur aðstæður og berum því mikla ábyrgð, þú lesandi góður og ég sem skrifa þetta berum hana mesta.

Og svo eru menn hissa á því að ekki fáist lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Gjaldþrota maður fær ekki lán í bönkum hér á landi og engum finnst það undarlegt.


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma "Þjófótta" þjóðin.

Fransman (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:03

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Staðan er einföld. Það vill enginn lána okkur. Ef enginn lánar okkur getum við ekki borgað neitt.

 Því eigum við að segja "nei, við borgum ekki krónu bæ bæ". Það myndi mögulega fá menn að samningaborðinu aftur.

En ég er líka sammála þér með að margir flutu með í súpunni en veistu hvað..það eru bara mun færri en þú heldur. Minnir að aðeins í kringum 20% allra húsnæðislána séu í erlendri mynt. Restin af fólkinu sem tók stöðu MEÐ krónunni situr uppi með verðtrygginguna góðu.

Ætla ekki að tjá mig um bílalánin, þau eru nú svo út úr kortinu að það er ekkert eðlilegt og því miður vorkenni ég ekki fólki sem kaupir verðlausa eign sem að auki rýrnar með áhættuláni.

Ellert Júlíusson, 12.11.2008 kl. 09:21

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ríkisábyrgð er á innistæðum íslenskra banka. Hingað koma fulltrúa innistæðueigenda í Hollandi, Bretlandi og væntanlega Þýskalandi. Þeir vilja fá peningana sína. Hvar eru þeir? Þeir geta ekki horfið rétt si svona ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.11.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband