Sporin hræða ...

Hversu mörg fyrirtæki hafa ekki verið stofnuð um fjölmiðla hér á land? Hversu mörg hafa ekki farið á hausin? Í hversu mörgum hafa ekki orðið miklir bardagar um meirihlutaaðild? Allur þessi hamagangur hefur farið afar illa með frjálsa samkeppi á fjölmiðlamarkaði.

Hið eina sem stendur eftir er prentmiðillinn Morgunblaðið í eigu Árvakurs og þvingurarútvarpið í eigu ríkisins. Hvernig skyldi nú staðan verða ef Árvakur yrði vettvangur hildarleikja eins og háðir hafa verið um Stöð 2, Bylgjuna og Fréttablaðið? Maður þorir varla að hugsa þá hugsun til enda.

Ég vil bara hafa Moggann eins og hann er í dag, helst í eignarhaldi skynsamra aðila sem gefa ritstjórninni frjálsar hendur innan eðlilegs rekstrarlegs ramma.

Ef allt fer á versta veg, hvað eiga þeir að gera sem skemmta sér við að segja reglulega upp áskriftinni að Mogganum vegna einhvers sem sagt er í Staksteinum eða leiðara? Ekki segja þeir upp Fréttablaðinu eða hinu heilaga ríkisútvarpi. Nei framtíðin virðist dimm fari Árvakur á markað.


mbl.is Árvakur verði almenningshlutafélag á næstu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband