Knýjandi þörf á nýju nafni á bankann
22.10.2008 | 00:07
Eitt af þeim fyrstu málum sem nýjir stjórnendur Kaupþings þurfa að huga að er að skipta um nafn á fyrirtækinu. Bankinn er eins og aðrir íslenskir bankar með afar slæmt orðspor. Landsbankinn er á breskum lista yfir hryðjuverkasamtök og ekki þarf mikið hugarflug til að ímynda sér að hið sama gildi um aðra banka.
Eflaust kunna ýmsir að segja að nafnið hljóti að vera gott og vissulega er ýmislegt til í því. Sama má líklega segja um hakakrossinn, hann hefur dugað fyrir Eimskipafélagið en einhvern veginn held ég að hann hafi nú frekar fælt frá þó svo að fyrri stjórnendur félagsins hafi haft hina fornu merkingu Þórshamarsins í huga.
Fleira þurfa hinir hinir stjórnendur hinna nýju banka að hafa í huga en varla er efst í huga þeirra markaðssókn, miklu frekar að halda í horfinu eins ef það er mögulega hægt. Menn mega þó ekki vanrækja að gera skýr og greinagóð skil á milli þess sem var og þess sem er og verður. Þess vegna er knýjandi þörf á nafnbreytingu.
Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig væri t.d. "Tapþing"? Eða "Þjófaþing"?
corvus corax, 22.10.2008 kl. 12:12
Já, eyðum endilega enn meiri pening í nafnabreytingar hjá þessu fyrirtæki.
Hvernig líst þér á t.d. "Búnaðarbanki Íslands"? Frumlegt og nýstárlegt. Síðan er jafnvel hægt að nota gömul skilti og eyða ekki tugmilljónum í ný.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.