Ráðinn forstjóri með „rangar“ stjórnmálaskoðanir
17.10.2008 | 11:49
Fólk þarf að hugsa málin áður en það sest niður og skrifar. Annars er hætt við að hlutirnir misskiljist illilega. Einn bloggarinn setur út það á ráðningu forstjóra Sjúkratryggingastofnunar að sá sem ráðinn var sé ekki með rétta pólitíska skoðun.
Hversu stutt er ekki í öfgarnar? Hvernig eigum við aðgeta haldið uppi heilbrigðu þjóðfélagi ef útiloka á menn frá opinberum stöðum hafi þeir óæskilegar skoðanir.
Í nær tíu ár hefur Steingrímur Ari Arason verið framkvæmdastjóri LÍN og staðið sig þar afar vel. Þeir sem til þekkja vita að þar fer vammlaus maður sem tekur starf sitt alvarlega - er um of nákvæmur að margra mati. Steingrímur var vissulega í Vöku í Háskólanum á námsárum sínum, hann hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins en hvort hann sé frjálshyggjumaður veit ég ekki. Skipta þessar staðreyndir einhverju máli við ráðningu hans.
Annar maður er Friðrik Þór Guðmundsson. Hann lætur sér sæma að draga þá ályktun að með ráðningu Steingríms Ara geti ekker annað blasað við en aukin frjálshyggjuvæðing velferðarþjónustunnar. Með öðrum orðum sagt, Steingrímur Ari sé þátttakandi í einhverju samsæri. Friðrik er greinilega fastur í einhverri óskiljanlegri samsæriskenningu.
Út af fyrir sig er í lagi að menn stundi steypuvinnu eins og Friðrik virðist gera. Hins vegar finnst mér það mjög alvarlegt mál ef hann telur að ekki megi ráða mann í starf vegna stjórnmálaskoðana hans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.