Kannski á Davíð ekki sök á Skaftárhlaupinu

Undanfarna daga og vikur þá hefur sá söngur verið afar hávær að lækka þurfi stýrivexti niður í 6%. Seðlabankinn virðist ekkert bifast þrátt fyrir öll lætin og lækkar „aðeins“ um 3,5%.

Þeir hagfræðingar eru til sem telja þetta nóg að gert í bili og við sem ekkert kunnum í fræðunum rekum upp stór augu því einhvern veginn hélt hélt maður að eini hagfræðilegi álitsgjafinn sem mark væri takandi á væri Þorvaldur Gylfason eða Ágúst Ágúst Einarsson á Bifröst. Þeir halda því nefnilega fram að allt sé ónýtt, allt illa gert, allt vitlaust gert, framundan sé tómt svartnætti.

Svo kemur Gylfi Magnússon og varar við frekari lækkun stýrivaxta og vill fá að sjá hvernig gengið hagar sér á næstunni, segist ekki hafa búist meiri lækkun. Er ekki í lagi með manninn? Kann hann ekkert í sænsku hagfræðinni?

Kannski er þá einhver von með Seðlabankann, þvert á það sem fjölmiðlar hafa verið að tönglast á að undanförnu. Og hugsanlega á Davíð Oddson hvorki sök á heimskreppunni né hlaupinu í Skaftá ...

Mér þykir þetta stórmerkileg frétt.


mbl.is Seðlabankinn stígi varlega til jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband