Kerfið sem brást
14.10.2008 | 14:54
Ef einhver sök er þá þarf að svara fyrir hana. Hins vegar er ágætt að fara varlega í öll svona mál, láta ekki almannaróm villa sér sýn. Markmiðið verður að vera ljóst, sem sagt að finna það sem betur hefði mátt fara og gera ráðstafanir til að slíkt endurtaki sig ekki.
Hitt er verra ef ætlunin er að finna blóraböggla, berja á ríka liðinu og gera það að víti til varnaðar. Málið liggur mjög ljóst fyrir. Kerfið brást. Hafi Fjármálaeftirlitið gert athugasemdir við stofnun reikninga í útibúum erlendis hvað lá í orðum þess. Áttu bankarnir að hætta starfsemi sinni, loka fyrir nýja viðskiptavini? Eða voru þetta tilmæli ábendinga þess efnis að velta á reikningunum var orðin of há miðað við tryggingar íslenska ríkisins? Svona orðhengilsháttur leiðir ekki til neins. Annað hvort var farið eftir lögum eða ekki. Líkur benda til þess að bankarnir hafi farið eftir lögum en eftirlitsaðilarnir hafi brugðist.
Það er svo allrar athygli vert að skoða þá hörku sem eftirlitsaðilar meðhöndla einstaklinga meðan athygli þeirra er víðs fjarri þegar um stór fyrirtæki er að ræða. Ástæðan er líklega sú að það er auðveldar að tukta okkur litla fólkið til en þekkingu, vald og vilja skortir gagnvart þeim sem eiga meira undir sér. Og hverjir eru eftirlitsaðilar fyrir utan Fjármáleftirlitið. Þeir eru fjölmargir, Ríkisskattstjóri, skattstjórar, tollstjórar, sýslumenn og fleiri og fleiri og fleiri.
Landsbankamenn svari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.