Hvar eru peningarnir?
9.10.2008 | 22:43
Hvar eru þessir peningar sem Bretar lánuðu bankanum? Ef ég greiði ekki af láninu mínu þá spyr bankinn ekki hvers vegna, honum dettur það ekki í hug. Hann hefur einfaldlega í hótunum við mig, krefst þess að ég borgi.
Það er auðvitað barbarismi á hæsta stigi ef banki á ekki peninga til að endurgreiða viðskiptavinum sínum. Maður hefði nú haldið að bankar gættu annarra peninga fram í rauðan dauðann. Síst af öllum hefði manni dottið í hug að innlánin færu í einhverja vafasamar tilfæringar í því skyni að hámarka ávöxtunina.
Fjöldi fólks skilur ekki hvernig komið er fyrir íslensku bönkunum. Menn geta endalaust kennt ríkisstjórninni um að hafa ekki sett lög og reglur sem takmarki ábyrgð hér innanlands, Seðlabankanum fyrir að hafa ekki verið nægilega vakandi eða stjórnendum bankanna fyrir að hafa ekki stjórnað þeim á heiðarlegan hátt. Endanleg ábyrgð hvílir hins vegar á eigendunum. Hvað í andskotanum voru þeir að gera?
Það þýðir hins vegar ekkert að kenna breskum stjórnvöldum um stöðuna, að þeir hafi verið of fljótir á sér, notað einhver hryðjuverkalög. Bankar eiga að hafa vaðið fyrir neðan sig, eignfjárstaðan á að vera svo sterk að þeir geti endurgreitt viðskiptavinum sínum. Til þess höfðu þeir peninga.
Bretar settu 1% í Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað eiga Bretar að fá það sem þeim ber. En hitt er alveg ljóst að Bresk stjórnvöld tóku fyrir hendur Singer og Friedlander of snemma. Fé var til, á Íslandi, í Noregi, féð var til.
Það er alveg ljóst að Bretar brugðust harkalega við en það var vegna misvísandi upplýsinga íslenskra ráðamanna. Kannski er dýralæknirinn í fjármálaráðuneytinu ekki betri í ensku en þetta, eða að Davíðsorðin sem voru látin falla í Kastljósinu um daginn hafi haft einhverja vigt. Enda yfirmaður Seðlabankans að tjá sig í útbreyddasta fjölmiðli landsins. Og raunar óumdeilt að segja að menn fái ekkert uppí kröfur sínar ef þeir eru ekki með íslenska kennitölu.
Við erum stödd í hvirfilbyl og í auga stormsins faðmast núverandi og fyrrverandi, gersamlega saklausir af öllu.
Ekki misskilja það svo að fjárglæframenn séu hér saklausir. Onei, þeirra tími mun koma, og það verður ekki fallegt. Sú samúð sem fékst með ritun bóka og áhalda um óvarlega gæsluvarðhaldsdóma og það að hafa lækkað matvælaverð er fokin útí veður og vind.
Höskuldur Sæmundsson, 10.10.2008 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.