Hver gæti verið staðan án íslensks landbúnaðar?

Margir hafa krafist þess að innflutningur matvæla verði gefinn frjáls. Nú eru hins vegar sú staða uppi að þó að innflutningur á landbúnaðarafurðum hafi verið frjáls þá gæti erlenda framboðið verið svo lítið að það dugi ekki fyrir eftirspurn hér innanlands.

Ekki gátu menn séð fyrir þessa efnahagskreppu sem nú er að fara illa með þjóðina og hugsið ykkur þá stöðu sem uppi væri núna ef ekki væri matvælaframleiðsla í landinu sem getur ráðið við að fæða þjóðina til lengri eða skemmri tíma. 

Ég er varkár, kannski íhaldssamur, og þó ég sé hlyntur frelsi leyfi ég mér að  staldra við og íhuga ýmis álitamál. Skoðum nokkur sem benda til þess að ekki skyldi gefa innflutning landbúnaðarafurða alveg frjálsan:    

  • Framleiðsla er dýrari hér á landi vegna náttúrulegra aðstæðna, uppskerur miklu færri en erlendis.
  • Framleiðsla hér á landi er „lífrænni" en víðast hvar annars staðar. Til dæmis má ekki nota fúkkalyf í fóður og hormónanotkun er bönnuð, varnir gegn skordýrum verða að vera náttúrlegar osfrv.
  • Vegna sjúkdómsvarna er innflutningur á erlendum dýrastofnum er miklum takmörkunum háður og þar með verður öll ræktun erfiðari.
  • Svokallað „matvælaöryggi" landsins byggist á því ef einhver ógn steðjar að annars staðar þá ætti þjóðin að geta brauðfætt sig. Nefna má styrjaldir, náttúruhamfarir af einhverju tagi, hrun í viðskiptum milli landa og fleira.
  • Landbúnaður er alls staðar niðurgreiddur og víðast deila menn um réttlæti slíkra styrkja. Verði slíkir styrkir lækkaðir eða aflagðir hækkar verðið að sjálfsögðu.

Mönnum verður eðlilega hverft við svona upplýsingar og þeir sem hæst hrópa um landbúnaðinn draga djúpt andann nokkrum sinnum og fara að hugsa.

Ég hef marga spurt hvort þeir séu þeirrar skoðunar að þessi fimm atriði hafi verið fundin upp til þess eins að hækka vöruverð hér á landi. Nei, að sjálfsögðu ekki.

Svo stendur alltaf einhver upp og heldur því blákalt fram að ekki sé hægt að stunda landbúnað hér á landi og best sé að leggja hann af nema sem frístundabúskap. Aldrei verði slíkar aðstæður í heiminum að við getum ekki flutt inn landbúnaðarafurðir, þetta sé allt tómt kjaftæði. Svona er ekki hægt að rökræða.

Ég hef lengi verið hugsi yfir þessum fimm atriðum og hef ekki enn komist að niðurstöðu.

Menn hafa margir haldið því fram að engin hætta sé á að framboð matvæla frá öðrum löndum geti stöðvast. Atburðir síðustu daga sýna svo ekki verður um villst að sú skoðun er alröng. (Sjá nánar þessa greinina „Matvælaöryggi er lífsnauðsynlegt“ á slóðinni http://sigsig.blog.is/blog/sigsig/?offset=10) 


mbl.is Krefjast staðgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband