Akandi með síma í annarri og rjómaís í hinni

Var næstum því búinn að hlaupa á svartan Golf sem ók undurhægt yfir gangbraut á Skeiðarvogi við hringtorgið á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn, stúlka um tvítugt, gat nú varla ekið greiðar því í hægri hendi var hún með rjómaís og með vinstri hendi hélt hún síma við eyra sér. Hún hallaði sér fram á stýrið og stjórnaði því með olnboga vinstri handar og líklega hægri fæti en gætti þess vandlega að ekkert læki úr ísforminu.

Annan bíl sá ég, grár Landcruser 100. Ökumaðurinn, miðaldra karlmaður, var var svo upptekinn í símanum að hann mátti ekkert vera að því að fylgjast með umferðinni heldur ók á 30 km hrað á vinstri akgrein.

Fólk þarf að vera helv... klárt til að getað sinnt aukavinnu í akstri. 


mbl.is Ökumenn að tala í símann undir smásjánni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband