Fólk er orðið þreytt á Orkuveitunni
12.2.2008 | 21:59
Því miður hefur kvarnast verulega úr ímynd Orkuveitu Reykjavíkur á undanförnum árum. Hvort tveggja er um að kenna; slæmri yfirstjórn og slæmri stjórn fyrirtækisins.
Eftirfarandi hefur meðal annars orðið til að stórskemma orðspor Orkuveitu Reykjavíkur.
- Umhverfisspjöll OR á Kolviðarhóli, Hellisheiði, Hellisskarði, Skarðsmýrarfjalli. Slæmt fyrir ímyndina.
- Musterisbygginin í Árbæ sem fór milljörðum fram úr kostnaðaráætlun. Slæmt fyrir ímyndina.
- Bruðl í risarækjueldi og fleira. Slæmt fyrir ímyndina.
- Of há gjaldskrá, hagnaður ítrekað notaður í að fegra stöðu borgasjóðs. Slæmt fyrir ímyndina.
- Þegar hlýtt var í veðri langtímum saman árið 2006 ákvað stjórn OR að hækka heita vatnið til að mæta samdrætti í sölu, en lét engu að síður líða að lækka gjöldin þegar heitavatnsnotkunin jókst umtalsvert vegna frostakaflans 2008. Afar slæmt fyrir ímyndina.
- Stjórnendur OR sömdu af sér vegna REI en fundu smugu til að hagnast persónulega. Reyndu að fela þetta fyrir borgarfulltrúum. Slæmt fyrir ímyndina.
Þetta er bara lítið brot að þeim axarsköftum sem Orkuveitan hefur smíðað undanfarin ár og jafnvel áratug. Það er því heldur seint í rassin gripið hjá stjórn Starfsmannafélags Orkuveitunnar að rísa núna loksins upp á afturlappirnar og mótmæla. Hvar var Starfsmannafélagið þegar OR réðst með offorsi á Hellisheiði, hvað sagði hún þegar musterið mikla fór milljarði fram úr áætlun, hvaða álit hafði stjórnin á risarækjueldinu, hvenær hefur Starfsmannafélagið haft áhyggjur af okurgjaldskrá OR?
Ég held að Orkuveitan eigi eftir að ganga í gegnum mikla umbrotatíma á næstu misserum. Margt er í ólagi með rekstur og stefnu fyrirtæksins eftir óráðsstjórn undanfarins áratugs. Og óvissan verður áfram mikil. Fólk er einfaldlega orðið þreytt á þessu risafyrirtæki. Sökina má rekja til stjórnenda og stjórnar sem hafa komið sér vel fyrir og gleymt því að fyrirtækið er ekkert annað en þjónustufyrirtæki.
Orkuveitan á ekki að vera bitbein stjórnmálamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.