Ég trúi Mogga, Belgingi og Einari ...

Faxaflói... en hins vegar er erfitt að líta framhjá spá Veðurstofunnar. Á hinum fallega vef vedur.is segir að veðrið á miðnætti verði bara nokkuð fínt, 11 m/s. Það er nú doldið meira en 20 til 28 m/s sem Mogginn er að hræða mann með.

Ekki er hægt annað en að verða sér út um annað áliti og því opnaði ég belging.is sem er afar góður og nákvæmur vefur. Honum ber nokkuð vel saman við frétt Moggans.

Einar vedurAllt er þegar þrennt er. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur er meðal þeirra fáu framsóknarmanna sem ég tek mark á og hann fullyrðir á bloggi sínu, http://esv.blog.is, að veðrið verði heldur slæmt um miðnætti.

Ég læt hér með sannfærast en eftir stendur þetta með vef Veðurstofu Íslands. Er umsjónarmaður vedur.is enn í kaffi eða veit hann meira en allir aðrir?

  


mbl.is Veðrið nær hámarki um miðnættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband