Er best að koma dauður heim?
31.12.2007 | 16:57
Úr sófanum heima virðist ferð á jökul vera hið mesta glapræði, gönguferð á Esju lítur jafnvel út fyrir að vera hin mesta heimska þegar hreyfir vind.
Fólkið sem lenti í hrakningunum á Langjökli kunni til verka. Það nam staðar þegar veðrið versnaði, stefndi bílunum upp í vindinn, safnaðist saman í nokkra bíla og síðast en ekki síst, það gat komið skilaboðum til byggða. Fáir hafa bent á þessar staðreyndir.
Eilíft svartsýnisraus Ómars Ragnarsson og annarra af hans tagi hefur orðið til þess að fjölmargir fjallamenn kalla ekki á aðstoð björgunarsveita, ekki einu sinni þó allar bjargir virðast bannaðar. Menn treysta sér einfaldlega ekki til að lenda í strigakjöftum sófaliðsins og fjölmiðla sem verðleggja hvert einasta útkall björgunarsveita.
Sá sem lendir í þeirri ÓGÆFU að þurfa á aðstoð björgunarsveitar verður fyrir vikið stórskuldugur maður í augum fjölmiðla. Hvurn fjandann var hann að flækjast um fjöllin, sá hann ekki veðurspána?
Menn þurfa að varast þessa eftirábundnu gagnrýni. Eflaust á hún oft rétt á sér en sá sem lendir í svona aðstæðum gerir sér miklu betur grein fyrir þeim heldur en flestir aðrir. Hann lærir. En það sem Ómar veit ekki er að eftir áratuga gagnrýni hans og annarra fjölmiðlamanna á ferðamenn sem heimtir eru úr vanda á fjöllum hugsa fjölmargir fjallamenn, þeirra á meðal ég, sig að minnsta kosti tvisvar um áður en þeir kalla aftur á aðstoð hjálparsveita.
Þetta viðhorf er auðvitað stórhættulegt, ég viðurkenni það. Rökin eru þau að menn vilja einfaldlega komast hjá því að koma heim með þann stimpil á rassinum að þeir hafi ekki komist hjálparlaust úr þeim vanda sem skapaðist, hvort sem hann var þeim sjálfum að kenna eða tilviljunarkenndum aðstæðum. Ómar Ragnarsson ber stóra sök á þessu viðhorfi!
Hversu oft hefur ekki mátt ekki lesa í fjölmiðlum um þann fjölda björgunarsveitarmanna sem leitaði að einhverju fólki og hversu lengi, hvað margir bílar voru notaðir, vélsleðar og hundar. Allt þetta kostaði kannski fimmhundruð þúsund kall á hvern þeirra sem leitað var að. Skipta krónur og aurar einhverju í þessu sambandi.
Þegar öllu er á botnin hvolft er líklega einfaldast að koma dauður heim, að minnsta kosti minnist ég þess ekki að sófaliðið rísi upp á afturlappirnar og gagnrýni þann dauða fyrir að hafa ekki kunnað til verka eða hafa ekki fylgst með veðurspánni.
Fólkið sem lenti í hrakningunum á Langjökli kunni til verka. Það nam staðar þegar veðrið versnaði, stefndi bílunum upp í vindinn, safnaðist saman í nokkra bíla og síðast en ekki síst, það gat komið skilaboðum til byggða. Fáir hafa bent á þessar staðreyndir.
Eilíft svartsýnisraus Ómars Ragnarsson og annarra af hans tagi hefur orðið til þess að fjölmargir fjallamenn kalla ekki á aðstoð björgunarsveita, ekki einu sinni þó allar bjargir virðast bannaðar. Menn treysta sér einfaldlega ekki til að lenda í strigakjöftum sófaliðsins og fjölmiðla sem verðleggja hvert einasta útkall björgunarsveita.
Sá sem lendir í þeirri ÓGÆFU að þurfa á aðstoð björgunarsveitar verður fyrir vikið stórskuldugur maður í augum fjölmiðla. Hvurn fjandann var hann að flækjast um fjöllin, sá hann ekki veðurspána?
Menn þurfa að varast þessa eftirábundnu gagnrýni. Eflaust á hún oft rétt á sér en sá sem lendir í svona aðstæðum gerir sér miklu betur grein fyrir þeim heldur en flestir aðrir. Hann lærir. En það sem Ómar veit ekki er að eftir áratuga gagnrýni hans og annarra fjölmiðlamanna á ferðamenn sem heimtir eru úr vanda á fjöllum hugsa fjölmargir fjallamenn, þeirra á meðal ég, sig að minnsta kosti tvisvar um áður en þeir kalla aftur á aðstoð hjálparsveita.
Þetta viðhorf er auðvitað stórhættulegt, ég viðurkenni það. Rökin eru þau að menn vilja einfaldlega komast hjá því að koma heim með þann stimpil á rassinum að þeir hafi ekki komist hjálparlaust úr þeim vanda sem skapaðist, hvort sem hann var þeim sjálfum að kenna eða tilviljunarkenndum aðstæðum. Ómar Ragnarsson ber stóra sök á þessu viðhorfi!
Hversu oft hefur ekki mátt ekki lesa í fjölmiðlum um þann fjölda björgunarsveitarmanna sem leitaði að einhverju fólki og hversu lengi, hvað margir bílar voru notaðir, vélsleðar og hundar. Allt þetta kostaði kannski fimmhundruð þúsund kall á hvern þeirra sem leitað var að. Skipta krónur og aurar einhverju í þessu sambandi.
Þegar öllu er á botnin hvolft er líklega einfaldast að koma dauður heim, að minnsta kosti minnist ég þess ekki að sófaliðið rísi upp á afturlappirnar og gagnrýni þann dauða fyrir að hafa ekki kunnað til verka eða hafa ekki fylgst með veðurspánni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.