Afar slæmt PR fyrir Sjálfstæðisflokkinn
23.12.2007 | 16:43
Meðal okkar Sjálfstæðismanna hefur það löngum verið talið til dyggða að vera loyal" eins og yfirleitt höfum við tekið þann pól í hæðina að efna ekki til óvinafagnaðar. Þess vegna skil ég ekki þessa tilnefningu á Þorsteini Davíðssyni lögmanni í starf héraðsdómara á Norðurlandi eystra og Austurlandi.
Frá sjónarhorni almannatengsla og ímyndarmála var skipunin afleikur, færði loksins andstæðingum flokksins kraft til kjaftagangs og bloggfærslna fram yfir áramót. Vel má fullyrða að það hafi ekki verið rétt að umsagnarnefndin legði mat á annað en hvort umsækendur væru hæfir eða óhæfir. Hins vegar situr sá einstaki heiðursmaður Pétur Kr. Hafstein sem formaður nefndarinnar og hví skyldi gengið gegn áliti hans?
Vissulega hlýtur reglan hlýtur að vera sú að hæft fólk skuli ekki gjalda ætternis síns. Kjaftagangur um að ráðherra ráðið hann vegna föður hans var óhjákvæmilegur. Það vissi bæði Þorsteinn og ráðherrann. Hvers vegna í ósköpunum dró Þorsteinn ekki umsóknina til baka, ekki hefur hann sýnt flokkum annað en trúnað hingað til? Og hvað gekk honum Árna til með ráðningunni?
Þetta var afar slæmt PR fyrir Sjálfstæðisflokkinn og vatn á myllu þeirra sem hafa ásakað hann um spillingu. Rök þeirra hafa hins vegar verið afar þunn, svo ekki sé meira sagt. Nefna má til dæmis ásakanir á hendur Birni Bjarnasyni.
Og hvað nú? Jú, maður þegir bara í pottinum í sundlaugunum og vonar að kunningjarnir mæti ekki á sama tíma. Ég þegi þetta af mér en óvíst er hvort að flokkurinn minn geti það.
Vilja mótmæla pólitískri spillingu við embættisveitingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af hverju er álit þessara nefnda óskeikult?Annað hvort á að leggja þessar nefndir af eða láta þær bara skipa í stöðurnar án afskipta ráðherra, en guð forði okkur frá því að Alþingi verði falið að skipa í einhverjar stöður. Slíkt gæfi alþingismönnum frítt spil með að draga mannorð fólks niður í svaðið meðan alþingismenn eru verndaðir gegn meiðyrðamáli vegna friðhelgi Alþingis.
Grímur Kjartansson, 23.12.2007 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.