RÚV stendur höllum fæti

Á nútímamáli nefnist það almannatengsl þegar einhver reynir að koma sér í mjúkinn hjá fjöldanum. Gamanið kárnar hins vegar þegar tilraunin mistekst.

Í augnablikinu stendur Ríkisútvarpið höllum fæti gagnvart almenningsálitinu, sérstaklega fyrir það að koma auglýsingu fyrir í miðju áramótaskaupinu. Spekingar fullyrða þetta jaðri við skemmdarverk. Og hverjir eru þessir spekingar? Tja, varla eru þeir neinn minnihlutahópur, líklega bara 90% þjóðarinnar.

Til viðbótar hafa tveir mætir tenglar úttalað sig um ráðabrugg RÚV.

Ómar R. Valdimarsson, almannatengill, telur það litla visku að reyna skemma skemmtistund á gamlaárskvöldi með birta auglýsingu á helgasta tíma. Það skari nú lítið upp í uppsafnað milljarða tap stofnunarinnar.

Gunnar S. Pálsson, almannatengill, fullyrðir að auglýsingin sé að öllum líkindum ekki góð fyrir auglýsandann. Hún pirri fólk einfaldlega á gamlaárskveldi og þannig sé alls endis óvíst hvort seljandi eða kaupandi hagnist á viðskiptunum.

Eftir stendur RÚV og auglýsandinn (Remax eða einhver annar) og sá síðarnefndi mun líklega þurfa að grípa til neyðarráðstafanna til að endurheimt glatað álit.

Seljandanum er líklega nokk saman, RÚV er opinber stofnun sem hefur vanist því að komast upp með hvað sem er í skjóli stóra bróðurs, hvað svo sem almenningi finnst.

Sannast nú orðatiltækið að betri er krókur en kelda. Þá rifjast ennfremur upp hið gullvæga ráð sem almannatenglar gefa stundum viðskiptavinum sínum: Ekki gera neitt! Alls ekkert!

Og svona fer nú oft þegar PR málin eru í rugli. Þá vaða menn bara áfram án þess að líta til hægri eða vinstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband