Hellisheiðarvirkjun er OR til skammar

DSCN0611Orkuveitan varð sér til ævarandi skammar með Hellisheiðarvirkjun. Gríðarlegar skemmdir hafa verið gerðar á landslagi við Kolviðarhól, í Hellisskarði, á Skarðsmýrarfjalli og víðar. Þarna hlykkjast risastórar gufuleiðslur í óskiljanlegum hlykkjum út um allar jarðir.

Eitt fallegasta útivistarsvæði á landinu hefur verið eyðilagt. Þannig hefði ekki þurft að fara ef stjórnendur Orkuveitunnar hefðu haft einhvern skilning eða tilfinningar fyrir landinu. Þetta er ömuleg sjón.

Eflaust var vonlaust að koma í veg fyrir virkjunina sem slíka. Hins vegar átti þau stjórnvöld sem að þessum málum komu að gera þær kröfur að gufuleiðslan væri lögð í jörðu og vegaframkvæmdum haldið í algjöru lágmarki. Tæknin er slík að ekki hefði þurft að vaða með vegi og tæki upp á fjöll.

Ég hef heimildir fyrir því að Orkuveitan ætlar sér næst að fara inn í Innstadal í Hengli og bora þar að minnsta kosti eina holu. Þegar það gerist er ég alveg tilbúinn til þess að mótmæla harðlega á vettvangi. Innstidalur á að vera lokaður fyrir umferð vélknúinna farartækja. DSCN0601


mbl.is Mótmælendur loka fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

En það var nú sjálfur Guðlaugur Þór sem fullyrti í viðtali fyrir löngu að það yrði gengið mjög snyrtilega til verks og sem minnstu spillt, en nú sjá menn að þann mann er ekki hægt að taka trúanlegan. 

Skarfurinn, 26.7.2007 kl. 09:46

2 identicon

Ég set Innstadal og Fremstadal í Flokk með Kerlingafjöllum; Þar ætti ekki að bora enda hefur svæðið mikið gildi fyrir útivistarfólk.  Mér þætti það mjög leitt ef OR færi í þessar framkvæmdir og vona að þeir sjái að sér og afli sér gufu með öðrum hætti.  Margir eru særðir vegna framkvæmdanna á Kolviðarhóli og á Hellisheiði enda er þetta í næsta nágrenni við höfuðborgina og vinsælt útivistarsvæði sem margir hafa sterkar tilfinningar til.

Hallgrímur Halldórsson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 09:51

3 Smámynd: kaptein ÍSLAND

þú ert vitlaus,kanski einn af þessum geðfötluðu saving iceland liði hmmmmmm? siggi

kaptein ÍSLAND, 26.7.2007 kl. 13:11

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Hef ekki barið þetta augum sjálfur, en ef þetta raskar honum Sigurði svefni, þá tek ég þetta trúanlegt.

 En, er það svo ekki afstætt hvað fólki finnst snyrtilegt eða fagurt?

Guðmundur Björn, 26.7.2007 kl. 20:23

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Alltaf ánægjulegt að fá málefnalegar athugasemdir.

Ekki veit ég um allt sem Guðlaugur Þórðarson hefur látið frá sér fara, hitt veit ég að hann stóð sig vel gegn áætlunum Orkuveitunnar um stórfellda byggð við Úlfljótsvatn sem hefði getað eyðilagt bæði vatnið og umhverfi þess. Raunar var það meirihluti R listans í borgarstjórn Reykjavíkur sem stóð fyrir Hellisheiðarvirkjun en hvernig stjórn Orkuveitunnar tók á málum, hvort þar var meirihluti og minnihluti við ákvörðunina man ég ekki.

Hengillinn og umhverfi hans er stórbrotið og fallegt land sem því miður hefur verið raskað að ýmsu leyti. Mótorhjólaslóðir hafa verið lagðar vestan undir fjallinu og þar hafa knáir knapar riðið hjólum sínum upp móbergsklappir svo stór sér á. Vegur hefur verið lagður um Fremstadal og Innstadal og í þeim síðarnefndar eru nokkrir skálar, þar með einn sem reistur var fyrir um það bil fimmtán árum en er að grotna niður öllum til óþurftar.

Vissulega varnar þetta mér svefni, en hvað má einn maður móti stórvirkum vinnuvélum og skattpeningum og svörtu fjármagni einokunarfyrirtækisins?

Það hefur sannast sagna flögrað að mér að það sé merki um einhvers konar heimsku að hafa bundist bjánalegum tilfinningaböndum við grjót, mosa og urð. Kannski er það bara geðfötlun eins og einhver orðaði það.

Jæja, sé svo verð ég bara að sætta mig við það. 

Ég verð að játa, að það kann að vera afstætt hvað fólki finnst snyrtilegt eða fagurt, ... en hvaða málalengingar eru þetta í mér? Það hlýtur að liggja í augum upp að helv... virkjunin og allt sem henni tengist er bara  skítahrúga, ... skandall, Orkuveitunni til skammar. Og hana nú!

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.7.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband