Esjan er stórskemmd

DSCN1610Aukinn áhugi Íslendinga á útivist hefur orðið til þess að átroðningur hefur vaxið mjög mikið á vinsælum gönguleiðum og víða hafa orðið stórskemmdir á landi. Þannig er það meðal annars á gönguleiðinni á Þverfellshorn í Esju.

Sérstaklega er ástandið slæmt í mýrinni á Langahrygg og undir klettabelti Þverfellshorns. Á báðum stöðum hafa troðist margir göngustígar og vatn náð að grafa þá niður og þannig stórlega aukið við skemmdirnar.

Ferðafélagið og fleiri hvetja til ferða á Þverfellshorn en láta á sama tíma vera að kynna aðrar gönguleiðir á fjallið sem eru ekki síður góðar og jafnvel betri. Nefna má Lág-Esju, Kerhólakamb, Kistufell og svo má bæta við Móskarðshnúkum.

Eflaust er ég ekki skömminni skárri, fer reglulega á Þverfellshornið en myndi þó frekar mæla með gönguleiðinni á Kerhólakamb fyrir þá sem stunda þolæfingar.

Staðan á Þverfellshorni er orðin svo slæm að borgaryfirvöld og Skógræktin þurfa nú að huga að því byggja upp tröppur upp hlíðina undir Horninu til að hlífa landinu. Ástandið getur ekki annað en versnað og í svona bratta eins og þar er gerast hlutirnir mjög hratt þegar göngumönnum fjölgar.

Sú ætlan Ferðafélags Íslands að vera með varðeld á Þverfellshorni á Jónsmessunótt er mjög varhugaverð. Auðvitað gæti þetta verið skemmtilegt en ég óttast að ekki verði hægt að þrífa nægilega vel til á eftir og vara því við þessu.


mbl.is Esja eftir vinnu og á Jónsmessunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mikið er þetta skynsamleg, yfirveguð og umhverfisvæn bloggsíða.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband