ÓMINNI TÍMANS bók um stóratburđi í Íslandssögunni
30.12.2024 | 15:31
Nýlega kom út bókin Óminni tímans og er eftir ţann sem hér skrifar, blogghafann sjálfan.
Bókin fjallar um nokkur stórmerkilega atburđi í sögu ţjóđarinnar sem hafa haft mikil áhrif. Höfundurinn leyfir sér ađ draga ályktanir sem oft ganga gegn viđteknum skođunum. Bókin tengir sama sagnfrćđi og jarđfrćđi og í henni eru birtar stórar myndir af einstćđri náttúru landsins.
Titill bókarinnar Óminni tímans vísar til ţess ađ allt gleymist í tímans rás.
Svo kann ađ virđast sem Íslendingasögurnar gefi raunsanna mynd af ţví sem gerđi frá landnámi og fram á elleftu öld. Ţetta er ekki trúlegt. Fornsögunar eru ekki sagnfrćđi, ţćr eru meira í ćtt viđ skáldskap.
Óminni tímans er 172 blađsíđur og í í brotinu A4, liggjandi.
Kaflar bókarinnar eru ţrír og fjöldi undirkafla:
1. kafli: Um hvađ reiddust gođin? Sagt er frá kristnitökunni sem sögđ er hafa veriđ áriđ 1000. Varfćrnislega er fullyrt ađ engin lög um kristni hafi veriđ sett. Einnig er fjallađ um Svínahraunsbruna sem sannađ er ađ hafi runniđ áriđ 1000 og er ţví kristnitökuhrauniđ. Ţarna á milli Lambafells í Ţrengslum og Bláfjalla er fagurt útivistarsvćđi sem fáir ţekkja.
2. kafli: Uppruni landnámslagsins. Sagt er frá Vatnaöldum en ţar varđ mikiđ öskugos áriđ 877 og ţá féll landnámslagiđ sem jarđfrćđingar og fornleifafrćđingar nota sem viđmiđun í aldursákvörđunum.
Vatnöldur eru vestan viđ viđ Veiđivötn. Ţau urđu til í eldgosi áriđ 1477. Fyrir ţann tíma var stunduđ veiđi í Stórasjó. Veiđimenn höfđust viđ í svokölluđu Hreysi sem er ofan viđ bakka Tungnaár sem nú rennur ţar sem Stórisjór var.
3. kafli: Kalbletturinn í fornsögunum. Landsvćđisins sunnan og austar Mýrdalsjökuls er lítiđ getiđ í fornsögunum. Ástćđan er einfaldlega sú ađ áriđ 939 gaus í Kötlu og Eldgjá varđ til. Líklegt er ađ gosiđ hafi í Eldgjá í allt ađ sex ár. Úr henni kom mikiđ hraun, um 844 ferkm, og gríđarleg gjóska. Allt bendir til ađ brennisteinsmóđa úr eldum og hrauni hafi valdiđ hungursneyđ og dauđa ţúsunda landsmanna líkt og gerđist í Skaftáreldum áriđ 1783. Ţetta var allt gleymt ţegar ritöld hófst á Íslandi.
Í bókinni Óminni tímans er fjöldi ljósmynda, sumar hverjar taka yfir heila opnu eins og sjá má á ţeim myndum sem hér birtast. Einnig eru birtar skýringamyndir, töflur og jafnvel niđjatöl.
Bókin Óminni tímans fćst ekki í bókabúđum. Höfundurinn gefur bókina út, skrifađi hana, tók myndirnar og hannađi útlit hennar.
Bókin kostar 10.600 krónur. Hćgt er ađ kaupa hana međ ţví ađ millifćra fjárhćđina á reikning útgáfunnar og senda stađfestingu á greiđslu.
Ekki má gleyma ađ senda tölvupóst eđa SMS međ nafni, heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
- kt. 5107161750
- banki: 0513-26-009478
- verđ 10.600 kr.
Senda á sigurdursig@me.com upplýsingar um:
- nafn kaupanda
- heimilisfang
- póstnúmer og stađur
- síma
- netfang
Bókin er borin út á höfuđborgarsvćđinu en send í pósti utan ţess.
Gott er ađ opna (tvísmella á) myndirnar sem fylgja pistlinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.