Ólafur Jóhann Ólafsson er einn besti rithöfundur ţjóđarinnar
12.7.2023 | 14:08
Um daginn hlustađi ég á afar vel skrifađa bók og varđ svo hrifinn ađ ég hef varla náđ mér ennţá. Ţetta var Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Hann er tvímćlalaust einn af mestu rithöfundum samtímans. Ţađ get ég fullyrt eftir ađ hafa hlustađ á fleiri eftir hann.
Oftast geri ég tvennt í einu, geng langar leiđir og hlusta um leiđ á sögur. Gerđist áskrifandi ađ Storytell fyrir rúmu ári og hef á ţeim tíma lokiđ viđ ađ hlusta á meira en eitt hundrađ bćkur samkvćmt talningu vefsíđunnar. Einn og hálfur til tveir og hálfur tími á dag í göngu og hlustun.
Bćkur hafa veitt mér mikla ánćgju. Stundum get ég veriđ ćđi fordómafullur, treysti ekki íslenskum rithöfundum, hrćddur um ađ verđa fyrir vonbrigđum. Hins vegar hef ég gaman af öllu, sagnfrćđi, spennusögum, glćpasögum og svo framvegis.
Á tímabili fannst mér ég vera kominn í ţrot, fann ég engar bćkur sem mig langađi til ađ hlusta á. Horfđi á bćkurnar hans Ólafs Jóhanns á skjánum og ákvađ ađ láta slag standa. Hafđi ađeins lesiđ eina bók eftir hann áđur en ţađ var Endurkoman en var ekkert sérstaklega hrifinn. Nú veit ég ađ sökin er mín en ekki sögunnar. Ég las hana ekki rétt. Ţorvaldur Davíđ les hana einstaklega vel á Storytell.
Höll minninganna er stórkostleg bók. Hógvćr upplestur og túlkun Sigurđar Skúlasonar leikara á sögunni eykur á áhrifin. Í bókarlok er mađur ţví sem nćst agndofa yfir örlögum ađalsöguhetjunnar og annarra í lífi hennar. Svo slyngur rithöfundur er Ólafur Jóhann ađ honum tekst auđveldlega ađ tvinna saman nokkrum sögum í eina heild ađ engin missmíđ sést og lesandinn á mjög auđvelt međ ađ fylgja söguţrćđinum. Höfundurinn hefur mikinn og góđan orđaforđa og beitir honum á lesandann sem kemst ekki undan ćgivaldi sögunnar.
Ađrar sögur Ólafs Jóhanns eru međ sömu skáldlegu einkennum. Skiptir engu hvort hann segi sögu karls eđa konu í fyrstu persónu eđa ţriđju. Allt leikur í höndunum á honum. Vissulega sprettur engin saga alsköpuđ út úr höfđi neins manns, vinnan er gríđarleg.
Ég ákvađ ađ hlusta á fleiri sögur eftir Ólaf Jóhann og ţćr ollu ekki vonbrigđum, Snerting, Sakramentiđ, Endurkoman og ekki síst Aldingarđurinn, safn smásagna.
Miklu skiptir hver les. Ţorvaldur Davíđ Kristjánsson les Sakramentiđ og Endurkomuna. Ţađ tók mig nokkrar mínútur ađ venjast honum en verđ ađ segja ađ lestur hans er afskaplega góđur, tekur ekkert frá höfundinum en ljćr sögunni vćngi svo báđar sögurnar eru í seinn heillandi og angurvćrar.
Ađ sjálfsögđu er hćgt ađ finna ađ stöku orđavali Ólafs Jóhanns og gagnrýna hann fyrir ýmislegt sem ţó skiptir engu máli ţegar upp er stađiđ. Sagan er allt og svo óskaplega fátt truflar hana ţó margbrotin sé.
Stundum er hlađborđ matar girnilegt. Mađur á ţađ til ađ gleypa allt í sig, gleyma ađ njóta og upplifa. Bćkur eru allt annađ, ţćr ţurfa sinn tíma. Góđ bók gerir kröfur til lesandans sem ţarf einbeitingu og nćđi. Ţannig man ég eftir barnćsku minni rétt eins og svo margir af minni kynslóđ. Á kafi í bókum og ótal ferđum á bókasafninu. Lífiđ er margbrotiđ en bókin eru besti uppalandi sem til er og ćvilangur vinur.
Ţó er eitt sem svo margir hafa sagt vera ţađ versta og ţađ er ađ ljúka viđ ađ lesa góđa bók. Hana má ţó lesa aftur og aftur og aftur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.