Sagan af Lúkasi sem seldi bílinn sinn
27.6.2023 | 11:40
Lúkas skildi bílinn sinn eftir á bílasölunni. Svo gekk hann heim, kyssti konu sína og börn og bjó til kvöldmatinn. Viku síðar eftir bankaði löggan upp á og vildi spjalla við hann.
Skildir þú bílinn þinn eftir síðasta þriðjudag klukkan 17:30 á bílasölunni Stórbílasölunni? spurði löggumaðurinn.
Já, svaraði Lúkas.
Veistu að bíllinn hefur verið seldur?
Já. Ég skrifaði rafrænt undir afsalið í gær og fékk greitt fyrir hann að frádreginni þóknun bílasalans.
Sástu þegar bílasalinn sem var bæði drukkinn og dópaður í gær lamdi kaupandann?
Nei, ég fór ekki aftur á bílasöluna, skrifaði undir rafrænt.
Þú varst sjálfur edrú og tókst sem sagt ekki þátt í barsmíðunum?
Já og nei, svaraði Lúkas.
Hvað áttu við, já og nei, spurði löggan og hvessti sig.
Þú spurðir mig tveggja spurninga og ég svaraði báðum.
Hmm, heyrðist frá lögmanninum, og hann horfði lengi á Lúkas sem leit loks undan.
Ertu alveg viss?
Viss um hvað? spurði Lúkas.
Að þú segir satt og rétt frá.
Hvað áttu eiginlega við?
Já, þetta hélt ég, sagði löggumaðurinn, sigri hrósandi. Þú þarft að mæta í skýrslutöku vegna rannsóknarinnar eftir helgi. Við hringjum í þig.
Lúkasi leið nú ekki sem best eftir þetta. Imba konan hans sagði að hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur, sannleikurinn kemur í ljós um síðir. Hún hafði rétt fyrir sér. Hálfu ári síðar fékk Lúkas bréf með skýrslu löggunnar um sölu bílsins og ofbeldi bílasalans sem var ákærður en ekki var minnst á Lúkas.
Kæran barst í fjölmiðla sem fundu út að Lúkas hefði átt bílinn. Á samfélagsmiðlum var fullyrt að þáttur hans í ofbeldinu hefði ekki verið rannsakaður og ábyrgð hans hljóti að vera rík.
Fjölmiðlar sátu um heimili Lúkasar í Álftamýri. Næsta morgun gekk Lalli út í nýja bílinn sinn og ætlaði í vinnuna. Fjölmiðlungar og bloggarar umkringdu hann og ráku hljóðnema sína að honum og hrópuð og kölluðu spurningar sínar. Lúkasi tókst að komast í bílinn sinn og fór í vinnuna sína. Þar las hann um sjálfan sig í fjölmiðlum.
Það blasir við að þáttur seljanda bílsins sem undirritar samninginn og annarra ábyrgðaraðila hefur ekki verið rannsakaður til hlítar, sagði Hanna.
Þótt ábyrgðin liggi hjá Stórbílasölunni, vegna brota og annmarka á söluferli bílsins, þarf engu að síður að skoða siðferðilega ábyrgð Lúkasar sem blygðunarlaust seldi bílinn sinn, sagði Helga.
Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn, sagði Kristrún.
Lúkas ber lagalega ábyrgð á framkvæmdinni og hann beri auðvitað líka siðferðilega ábyrgð á því að vel fari. Ég meina, ég myndi segja að hann falli á báðum prófum og tilraun til að halda öðru fram sé bara Íslandsmet í meðvirkni, sagði Þorbjörg.
Blaðamaður hringdi í Lúkas og spurði: Ætlar þú að axla ábyrgð á barsmíðum bílasalans? Hver var þáttur þinn í ofbeldinu? Heimildir herma að þú hafir séð barasmíðarnar. Lúkasi varð orða vant.
Bloggari sem ekki vill láta nafns síns getið hringdi í kaupanda bílsins og sá sagði:
Bílasalinn er ruglaður, hélt því fram að ég skuldaði honum pening, svo braut hann á mér nefið og sparkaði í afturendann á mér.
Hvað gerði Lúkas?
Hvaða Lúkas?
Seljandi bílsins.
Já hann. Hef aldrei hitt manninn.
Orð Bjarna að engu orðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður
Grímur Kjartansson, 27.6.2023 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.