Hálfur gígurinn í Geldingadal hrundi í nótt

GígurEinhvern tímann um miðja nótt hrundi gígurinn í Geldingadal. Þetta má greinilega sjá á beinu vefstreymi Ríkisútvarpsins.

Enginn hefur enn tekið eftir þessu enda snjóar núna þegar þetta er skrifað. Kosturinn við streymið er sá að hægt er að skoða síðustu klukkustundir en ég get samt ekki séð hvenær í nott hann hrundi.

Streymið hjá Mogganum liggur niðri en upplausnin þar hefur verið mjög mikil þar og gaman að horfa á gosið á stórum skjá og ekki síður að heyra drunurnar.

Hér er mynd sem ég tók af gígnum í síðustu viku og sést nokkuð vel hvað gerst hefur.

IMGL4267 copy AurGígurinn er núna opin til norðurs eða norðvesturs. Helmingur hans hrundi en gosið er óbreytt. Þetta hafði engin áhrif á það. Líklega mun þetta þýða að hraunið heldur næstu daga áfram að renna í dalinn en ekki úr honum í Geldingadal eystri.

Nú er gígurinn ekki ósvipaður gígnum á Fimmvörðuhálsi. Sá er lokaður til suðvesturs, er hálfur eins og þessi. Svo kann ýmislegt að breyst þegar dagar líða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband