Er ekki ţörf á ađ mála skrattann á vegginn?
24.1.2021 | 12:26
Góđur vinur minn heldur ţví fram ađ draga mun úr Covid-19 veirunni á nćstu sex mánuđum en ţá komi önnur bylgja sem kemur frá Afríku eđa Suđur Ameríku og orsökin er stökkbreyttur vírus.
Ţetta skrifađi ég í pistli sem birtist hér 6. mars 2020, fyrir tćpu ári. Ţá birti ég međfylgjandi kort frá John Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Ekki hafđi ég neina trú á ađ vinur minn myndi reynast neitt sannspár en fannst ađ athyglisvert orđalagiđ stökkbreyttur vírus.
Svo hjađnađi faraldurinn í byrjun sumars, allt virtist ganga svo vel og fólk slakađi á vörninni. Í ágúst fór allt á fleygiferđ. Ţá kom franska afbrigđiđ, í haust ţađ breska og nú óttast sérfrćđingarnir brasilísku útgáfuna og jafnvel eitthvađ annađ. Dreg ţó í efa ađ ţetta séu stökkbreytt afbrigđi covid-19.
Síđustu fréttir frá sóttvarnarlćkni herma ađ til sé breytt covid-19 veira sem nýju bóluefnin ráđa ekki ađ fullu viđ. Frést hefur um suđur-Afrískt afbrigđi covid-19 sem sé hćttulegra en öll önnur.
Ţó svo ađ ég sé nú yfirleitt frekar jákvćđur og bjartsýnn ber ég ugg í brjósti. Nú hafa komiđ ţrjá bylgjur farangursins og sú síđasta er langverst. Ástćđan kann ađ vera kćruleysi fólks um allan heim og veiran smitist hrađar og greiđar en áđur. Mannkyndiđ kann ađ vera varnarlaust vegna ţess ađ ţađ vill ekki verjast.
Hvađ gerđist veturinn 2020?
Athygli vakti ađ á kortinu frá 6. mars 2020 eru skráningar faraldursins ćriđ misjafnar. Ég hafđi og hef enn ţá trú ađ hér á landi hafi skráningar tilfella veriđ réttar, miklu betri en í flestum löndum. Sé ţađ rétt er forvitnilegt ađ skođa kóvítiđ annars stađar međ hliđsjón af hlutfallslegri útbreiđslu á Íslandi.
Andavaraleysi margra ríkja var greinilegt í mars. Ţegar viđ lítum núna til baka var ţetta hrópandi rugl, jafnvel glćpsamlegt. Svo virđist sem ađ ţá hafi ţađ međvituđ ákvörđun fjölmargra ríkja ađ gera sem minnst úr útbreiđslu covid-19? Margt bendir til ađ í upphafi hafi í mörgum löndum ekki veriđ rétt frá sagt um útbreiđsluna og ástandiđ.
Á ţessum tíma höfđu ţrjátíu og sex Íslendingar veikst sem er 0,01% íbúafjöldans. Ég gekk út frá ţví ađ ţađ vćri eđlileg stađa í dreifbýlu eyríki. Međ hliđsjón af hlutfallstölunni tók ég saman nokkrar stađreyndir.
- Ţýskaland; 545 veikir, ćttu ađ vera 8100
- Pólland; einn veikur, ćttu ađ vera 3.800
- Frakkland; 423 veikir, ćttu ađ vera 6.300
- Bretland; 116 veikir, ćttu ađ vera 6.000
- Bandaríkin; 233 veikir, ćttu ađ vera 35.000
- Ítalía 3.858 veikir, ćttu ađ vera 6.000
- Austurríki 43 veikir
- Rússland; fjórir veikir
- Ungverjaland, einn veikur
- Tyrkland enginn veikur
Trúir ţví einhver ađ tölur um útbreiđsluna í ţessum löndum hafi veriđ réttar? Nei, auđvitađ ekki. Annađ hvort voru ţćr kolrangar eđa vanhćfnin var svona óskapleg ađ stjórnvöld í ţessum löndum vissu ekkert hvađ var ađ gerast.
Nokkru síđar kom í ljós í fjölmörgum löndum létust mun fleiri en í međalári. Heilbrigđisfólk og sérfrćđingar bentu á ađ ţó margir hafi látist úr covid-19 skýri ţađ ekki fjölda dauđsfalla umfram međaltaliđ. Ljóst er ađ fjöldi fólks hafi látist heima hjá sér vegna veirunnar en fullyrt ađ ţađ hafi dáiđ vegna flensu vegna ţess ađ engar rannsóknir voru gerđar.
Afleiđingin af andvarleysi stjórnvalda varđ sú ađ faraldurinn magnađist svo ekkert var viđ ráđiđ. Ţrautalendingin var ađ takmarka frelsi borgaranna. Gripiđ var víđast til fjölmargra ráđa en ekkert gekk og ţví endađ á útgöngubanni. Róttćkustu ađgerđ sem hugsast getur gegn útbreiđslu sjúkdóms.
Hrćđileg stađa kom upp á Ítalíu og Spáni. Af hroka sínum virtust stjórnvöld norđar í álfunni halda ađ útbreiđslan í ţessum löndum vćri vegna vanhćfni heilbrigđiskerfisins og stjórnvalda og í ţessum löndum. Ţetta átti fljótt eftir ađ breytast.
Ţegar kom fram á haust var ljóst ađ stjórnvöld í norđur hluta Evrópu réđu ekki heldur viđ neitt og brugđu ţá á sama ráđ og Suđur-Evrópuríkin.
Útgöngubann var sett á. Fyrirtćkjum var fyrirskipađ ađ hćtta starfsemi, fólk varđ atvinnulaust og tekjulaust og lenti á framfćri hins opinbera. Og pestin breiddist út um allan heim eins og glögglega má sjá á nćsta korti sem fengiđ var af John Hopkins háskólanum 21. janúar 2021.
Á kortinu sést ađ bćđi Norđur- og Suđur-Ameríka eru undirlögđ faraldrinum. Afleiđingin er mannlegur harmleikur sem varla kemst í fréttirnar. Fólk hefur misst atvinnu sína, er rekiđ út úr húsnćđi sínu vegna vanskila og lifir á götunni. Sveltur. Ţannig er ţetta víđa í Suđur-Ameríku og einnig í Evrópu. Hvađ hefur til dćmis orđiđ um flóttamenn sem flust hafa til Evrópu?
Ástandiđ í Afríku á ađeins eftir ađ versna. Margir velta ţví fyrir sér hvort smitin séu útbreiddari en tölurnar gefa til kynna. Sagt er ađ ţar geti veira stökkbreyst. Ađeins 79.000 manns hafa hingađ til látist í Afríku sem er afar fátt miđađ viđ ađrar heimsálfur.
Samanburđur
Ţann 11. mars bar ég saman á einfaldan hátt upplýsingar frá John Hopkins háskólanum viđ tölur frá 21. janúar 2021.
Međfylgjandi tafla er ekki flókin. Hún sýnir hversu furđuleg stađan faraldursins var víđa um heim í mars. Takiđ eftir hlutfallstölunum.
Ekki hefur stađan mikiđ skánađ en ljóst má ţó vera ađ stjórnvöld í mörgum Evrópulöndum hafa nú skiliđ ađ faraldurinn er afar hćttulegur. Í Bandaríkjunum er loksins kominn forseti sem tekur stöđuna alvarlega.
Hlutfallslegur fjöldi smita miđađ viđ íbúafjölda er hér lykilatriđi. Svo virđist sem ađ í kringum 2% ţeirra sem smitast deyi. Sé talan lćgri (appelsínugult) má gera ráđ fyrir eftirfarandi:
- Heilbrigđiskerfiđ er gott og hefur getađ annađ ţeim sem veikjast.
- Íbúar fara eftir reglum og varast smit.
- Tölulegar upplýsingar eru vafasamar, hugsanlega rangar jafnvel falsađar.
Ofangreint á viđ Bahrein, Singapore, Malasíu, Ísrael og Sameinuđu arabísku furstadćmin (UA Em í töflunni).
Sé talan hćrri en 2% (gullitađ) má ćtla ađ eftirfarandi sé stađreynd:
- Heilbrigđiskerfiđ er ekki gott og getur illa sinnt ţeim sem veikjast.
- Íbúar fara ekki eftir reglum og trúa ţví ekki ađ ţeir geti smitast.
- Tölulega upplýsingar standast ekki, smit reiknast of fá og ţví er hlutfall látinna ekki rétt.
Ţetta á viđ Kína, Ítalíu, Íran, Bretland, Belgíu, Ástralíu, Grikkland og Egyptaland.
Vandmáliđ er tvíţćtt:
- Fjölmörg ríki gefa upp rangar tölur um útbreiđslu veirunnar, viljandi eđa geta ekki betur.
- Almenningur víđa afar kćrulaus og gefur covid-19 lítinn gaum.
Afleiđingin er einfaldlega sú ađ faraldurinn er enn í miklum uppgangi, fleiri eiga eftir ađ smitast og deyja.
Bóluefni
En hvađ međ bóluefniđ? Já, ţađ er einmitt ţetta međ bóluefniđ sem veldur mörgum hvađ mestum áhyggjum. Ţví má líkja viđ kjarnorkuvopnabúr stórveldanna í kalda stríđinu. Ţá var fullyrt; ţeim mun fleiri kjarnorkuvopn ţeim mun meira öryggi. Var eđa er eitthvađ öryggi í ţví fólgiđ ađ hćgt sé ađ sprengja jörđina upp margfalt?
Erum viđ eitthvađ betur sett međ bóluefni sem gefur falskt öryggi? Veiran kann ađ vera ađ breytast og alls óvíst er hvort nýju bóluefnin geta unniđ á öllum afbrigđum veirunnar hvađ ţá ef hún stökkbreytist. Er eitthvađ öryggi í ţví fólgiđ ađ bóluefniđ gagnist ađeins gegn covid-19 en ekki öđrum jafnhćttulegum eđa hćttulegri veirum?
Auđvitađ er ég ađ mála skrattann á vegginn. En ţurfum viđ ekki ađ skođa málin í stóru samhengi? Ţađ ţótti mikil fórn ađ 400.000 Bandaríkjamenn létust í seinni heimstyrjöldinni og nú hefur sami fjöldi dáiđ vegna veirunnar. Og fólk yppir bara öxlum.
Í Evrópu hafa 662.000 manns dáiđ vegna hennar. Í Asíu hafa helmingi fćrri látist, ađeins 325.000 manns.
Takiđ eftir heimskortinu sem hér fylgir. Viđ skulum fylgjast međ flestum ţeirra landa sem lituđ eru međ gulu. Ţar mun faraldurinn grassera nćstu misseri og jafnvel mun veiran stökkbreytast ţar.
Ágćti lesandi, ţú mátt bóka ţađ ađ langt er í ađ lífiđ í heiminum falli aftur í ţćr skorđur sem ţađ var áriđ 2019 og fyrr. Ţó viđ getum vel viđ unađ hér á Íslandi er víst ađ enginn er eyland ţó á eylandi búi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir yfirgripsmikinn og fróđlegan pistil Sigurđur.
Vil ađeins koma međ smáleiđréttingu, 0,02 af hundrađi er 2%, en ekki 0,02%, ţetta er síđan međaltal, dánarhlutfalliđ eykst međ aldrei fólks, virđist vera um 20% hjá ţeim sem eru 80 ára og eldri.
Síđan má ekki gleyma eftirköstunum sem greint var frá nýlega í Morgunblađinu; "Nćrri ţví 30% allra ţeirra, sem smitast hafa af kórónuveirunni á Englandi, hafa ţurft ađ leita aftur á sjúkrahús innan 140 daga frá ţví ađ ţau voru útskrifuđ ţađan. Ţá hafa um 12,3% ţeirra látist. Ţetta kemur fram í nýrri rannsókn sem greint var frá í The Guardian. ".
Síđan eru ţađ stökkbreytingar, ţó tölfrćđilega dragi fleiri stökkbreytingar en fćrri úr alvarleik sjúkdóma, ţá ţurfa ţćr ekki ađ vera margar í nútímamannmergđ sem gera veiruna illvígari.
Tek ţví undir orđ ţín um ugginn.
Kveđja ađ austan.
Ómar Geirsson, 24.1.2021 kl. 14:08
Sćll, Ómar. Bestu ţakkir fyrir innlitiđ nú og áđur, og einnig fyrir ábendinguna.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 24.1.2021 kl. 17:53
Ný og stökkbreytt afbrigđi hćtta ađ berast okkur um leiđ og viđ hćttum öll ađ taka mark á víđtćkum og uppáţrengjandi sóttvarnarađgerđum.
Gerum ţađ öll, og ţetta verđa allt bara umgangspestar sem gleymast jafnóđum.
Ásgrímur Hartmannsson, 24.1.2021 kl. 18:45
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.