Sérstakt ţing, reipbrennandi og fellibylur ferđast
6.9.2019 | 12:25
Orđlof
Traustatakiđ
Orđasambandiđ taka traustataki merkir strangt til tekiđ: taka eitthvađ án leyfis en í trausti ţess ađ leyfi hefđi fengist.
Gerđur er greinarmunur á merkingu ţessa orđasambands og taka eitthvađ ófrjálsri hendi en ţađ merkir: stela einhverju.
Málfarsbankinn.
Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum
1.
Á morgun fer fram sérstakt aukalandsţing Sambands íslenskra sveitarfélaga ţar sem
Frétt á blađsíđu 4 í Fréttablađinu 5.9.2019.
Athugasemd: Hvort er réttara ađ segja ađ ţing sé haldiđ eđa ţađ fari fram? Hver er munurinn á aukalandsţingi og sérstöku aukalandsţingi?
Spyr sá sem ekki veit. Hins vegar er alveg ljóst hvađ fer betur.
Í fréttinni segir:
Drög ađ ţingsályktunartillögu um stefnuna voru kynnt um miđjan ágúst. Ţar er međal annars ađ finna tillögur
Í stađ orđagjálfursins ţar er međal annars ađ finna hefđi mátt orđa ţetta svona:
Drög ađ ţingsályktunartillögu um stefnuna voru kynnt um miđjan ágúst. Í ţeim eru tillögur
Einnig stendur fréttinni:
Er međal annars gert ráđ fyrir
Til ađ ofnota ekki orđasambandiđ međal annars hefđi mátt sleppa ţví, segja gert er ráđ fyrir
Blađamenn eru margir háđir orđum eins og fjármunir í stađ ţess ađ tala um fé. Ekki eru allir fjármunir peningar. Fé er peningar nema á á fćti sé.
Tillaga: Á morgun verđur haldiđ aukalandsţing Sambands íslenskra sveitarfélaga ţar sem
2.
354 reiđhjólaţjófnađir voru skráđir hjá lögreglunni
Frétt á mbl.is.
Athugasemd: Svona byrjar frétt á Morgunblađinu og alls ekki í fyrsta sinn. Blađamađurinn veit ekkert hvađ hann er ađ gera.
Tölustafir og bókstafir eru gjörólíkir. Ţetta vita flestir og ţar af leiđandi eru tölustafir aldrei notađir í upphafi setninga.
Á vefnum Grammar Monster segir:
It is considered untidy to start sentences with figures. You should either reword your sentence or write the number in full.
Mjög auđvelt er ađ hafa hér annan hátt á en ađ byrja á tölustöfum, sjá tillöguna.
Tillaga: Lögreglan skráđi 345 reiđhjólaţjófnađi
3.
Reipbrennandi.
Engin heimild.
Athugasemd: Í gamla daga ţurfti mađur ađ lćra ljóđ og kunna ţau reiprennandi, einnig margföldunartöfluna. Orđiđ er komiđ af ţví er reipi, kađall eđa álíka, rennur til dćmis yfir borđstokk, án flćkju. Sem sagt reip-rennandi.
Orđiđ reipbrennandi er hins vegar ekki til í orđabók en gćti veriđ ţađ af ástćđu sem hér skal nefna.
Í ćsku minni voru skíđalyftur frekar frumstćđar. Í Kerlingarfjöllum, Bláfjöllum og víđar voru traktorar eđa jeppar notađir til ađ knýja ţćr. Farartćkin voru hćkkuđ upp ađ aftan, annađ afturdekkiđ var tekiđ af, kađli var brugđiđ um felguna og einnig um ađra felgu langt uppi í brekku. Síđan var vélin gangsett og kađallinn rann upp og niđur, hring eftir hring.
Skíđamenn gripu í kađalinn og ţeir drógust upp í brekkuna. Sumir áttu ţessar fínu klemmur til ađ grípa í kađalinn.
Viđ hinir gripum berhentir eđa međ vettlingum í kađalinn og vćri gripiđ ekki nógu fast átti mađur á hćttu ađ fá brunasár ţegar hann dróst hratt í gegnum greiparnar. Ţetta má eflaust hafa heitiđ reipbruni, reipbrennandi hćtta. Reip-brennandi.
Tillaga: Engin tillaga.
4.
Eftir ađ hafa ferđast međ austurströnd Flórída er fellbylurinn Dorian
Frétt á Stöđ2.
Athugasemd: Fellibylurinn sem gekk yfir Bahamaeyjar heitir Dorian. Enskumćlandi taka svona til orđa, sjá til dćmis hér:
Dorian had been predicted to travel northwest
Á íslensku er ferđast veđurbrigđi ekki. Venjan er sú ađ hćđir, lćgđir og fellbylir fari eđa gangi yfir land eđa haf.
Tillaga: Eftir ađ fellibylurinn Dorian hafđi fariđ međ austurströnd Flórída
5.
Veđurfrćđingurinn fer međ veđurfréttir hér á eftir.
Frétt í ríkissjónvarpinu kl. 19, 5.9.2019.
Athugasemd: Veđurfrćđingurinn fer međ veđurfréttir og prestur fer međ bćnir. Skyldi fréttamađurinn fara međ fréttirnar, flytja ţćr eđa lesa?
Ég hef hins vegar fariđ međ Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson, ţó ekki flutt hann opinberlega. Mörg önnur ljóđ eftir Jónas hef ég líka lesiđ.
Tillaga: Veđurfrćđingurinn flytur veđurfréttir hér á eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.