Halldór Blöndal talar niður til Davíðs Oddssonar

Þegar Davíð Oddsson tjáir sig missa andstæðingar hans oft alla sjálfstillingu. Þetta gerðist þegar síðasta Reykjavíkurbréf sunnudagsblaðs Morgunblaðsins kom út. Þeir sem lesa bréfið titra og bulla rétt og þeir sem aldrei lesa það en bulla þó hinum til samlætis.

Þeir sem telja sig eiga einhverra harma að hefna að vitna oftast til orða Davíðs í óbeinni ræðu, þá geta þeir túlkað orð hans að vild, venjulega þvert á það sem maðurinn sagði.

Alltaf, hreint alltaf, skrifar Davíð Oddsson yfirvegað og málefnalega en oftar en ekki felst broddur í orðum hans og þá hrína þeir sem fyrir verða en við hinir höfum ánægju af góðum skrifum, kristaltærri pólitíkinni, kaldhæðninni og skopinu. 

Svo ber það til tíðinda að Halldór Blöndal, fyrrum alþingismaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, reyndir í blaðagrein að setja niður í við Davíð. Hann segir:

Og auðvitað hefn­ir það sín, ef illa ligg­ur á manni, - þá mikl­ar maður hlut­ina fyr­ir sér og freist­ast til að fara ekki rétt með.

Eitthvað er að Halldóri sem talar niður til Davíðs, reynir að brúka föðurlegan umvöndunartón. Segir í fyrsta lagi að hann hafi skrifað þar síðasta Reykjavíkurbréf í slæmu skapi og í öðru lagi að hafi ekki farið rétt með. Þetta er allt svo skrýtið og furðulegt og auðvitað sprek fyrir óvinafagnað enda logaði vel hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins sem ráða sér ekki fyrir kæti og tala um klofning. 

Mesta furðu vekur þó, að maður sem á mestalla sína upphefð í stjórnmálum Davíð Oddssyni að þakka, skuli telja sig þess umkominn að tala niður til hans. Þó hlakkað hafi í óvinum Sjálfstæðisflokksins og hælbítum Davíðs eftir þessi orð endurgalt Davíð ekki sendinguna á sama veg. Hann kann sig betur. Í umfjöllun sinni fékk Halldór samt dágóðan skammt af skopi og kaldhæðni, en meiðandi var umfjöllunin um hann ekki. 

Í stjórnmálum skiptir miklu að vera vel áttaður, hafa skýra stefnu. Halldór tekur meira mark á ættarvitanum, sem Davíð nefnir svo, en sjálfstæðri skoðanamyndun. Og Davíð segir:

Nú sýna kannanir að allur þorri flokksmanna er á móti orkupakkaruglinu. Enginn hefur fengið að vita af hverju forystan fór gegn flokknum í Icesave. Og nú fær enginn að vita „af hverju í ósköpunum“, svo notuð séu orð formannsins sjálfs, laskaður flokkurinn á að taka á sig enn meiri högg. Halldór Blöndal áttar sig ekki á þessu fremur en Icesave, sem hann hafði barist gegn þar til ættarvitinn tók öll völd. Þessi sami ættarviti sem núna er að ærast í segulstormunum.

Það vantaði ekki neitt upp á það að hann sendi þá gömlum vinum sínum kveðjurnar eftir krókaleiðum vegna þess að þeir mökkuðu ekki með. Þeirra svik voru að fara ekki kollhnís þegar kallið barst frá Steingrími og kröfuhöfum.

Enginn kali virðist vera í orðum Davíð gagnvart Halldóri því hann segir:

Nú hefur bréfritari ekki heyrt í Halldóri lengi. En hann hringir til manna allt í kringum þann með sama hætti og síðast og þeir segja að það liggi þetta líka óskaplega illa á honum núna. Það hlýtur að gera það, því að Halldór er innst inni drengur góður.

Við sem heima sitjum og stundum ekki pólitík nema í bloggum og af og til í heita pottinum erum doldið hissa á því að gamall samherji hafi ekki einfaldlega hringt í Davíð og spurt hvers vegna hann sé á móti þriðja orkupakkanum sem svo er kallaður. Má vera að virðingin fyrir fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins sé svo mikill, og blönduð ótta, að betra sé að kalla til hans úr fjarlægð og hlaup síðan á brott og fela sig eins og götustráka er siður.

Eða heldur Halldór Blöndal að enn liggi illa á ritstjóranum og Davíð í fýlu sé verri viðureignar en Davíð í góðu skapi. Hvor sem staðan er á Davíð er ekki víst að Halldór bjargi sér á hlaupum. Reykjavíkurbréfið hefur ábyggilega hitt hann vel. Má vera að hann standi upp aftur. Þá væri ráð að hann hringi í Davíð, ekki skrifa bréf, nema kannski vísnabréf.

Halldór veit ekki að opinbert bréf í fjölmiðli er yfirlýsing, ekki vingjarnleg ábending.

Eitt verður Halldór Blöndal að vita að Davíð Oddsson á mikið fylgi innan Sjálfstæðisflokksins. Þar erum við fjölmörg sem misvirðum það sé Davíð sýnd ókurteisi. Það er einmitt ástæðan fyrir þessum skrifum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Liggur það ekki nokkuð ljóst fyrir að Engeyingarnir reyndu að safna öllu því liði að ráðast að Davíð, en eftirtekjan var sú ein að Halldór Engeyingur Blöndal var tilleiðanlegur, væntanlega að frumkvæði Björns Engeyings Bjarnasonar að gera aðsúg að Davíð?  Rýrt er það lið og fámennt mjög, þó mikið belgi sig fyrir Bjarna Engeying Benediktsson yngri og tvær puntudúkkur.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 16.6.2019 kl. 15:40

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð greining.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2019 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband