Stingandi stafur, öryggistékk og akkúrat núna

Orđlof og annađ

Hundrađkall

Í óformlegu tali um peninga er oft notađur síđari liđurinn -kall, fimmkall, tíkall, fimmtíukall, hundrađkall og svo framvegis, -kall er framburđarmynd af karl. 

Ţessi notkun ţekkist í málinu ađ minnsta kosti frá ţví um aldamótin 1900. Hún er líklegast komin úr dönsku ţar sem orđin femkarl og tikarl voru notuđ áđur um fimm- og tíukrónu peninga.

Vísindavefurinn. 

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„„Ţađ er ekki stingandi stafur fyrir ţví sem hann skrifar um mig …““

Frétt á dv.is.          

Athugasemd: Hér er furđulega tekiđ til orđa. Má vera ađ ţetta sé samsláttur orđatiltćkja. Flestir hafa heyrt um ađ á einhverjum stöđum sé ekki ađ finna „stingandi strá“, en „stingandi stafur“. Hvađ er átt viđ?

Í bókinni Mergur málsins eftir Jón G. Friđjónsson segir í ađalatriđum:

Öll strá stanga/stinga, allt er e-m andsnúiđ, allt snýst gegn e-m. […] Orđatiltćkiđ er kunnugt frá síđari hluta 17. aldar: Öll strá stinga mig og á ţađ sér fyrirmynd í forni máli.

Orđin „stingandi stafur“ eru höfđ eftir viđmćlanda blađsins en ég dreg stórlega í efa ađ svona sé almennt tekiđ til orđa. Miklu líklegra er ađ hann hafi ćtlađ ađ segja sem svo ađ enginn stafur sé fyrir skrifunum. Má vera ađ hann hafi blandađ orđatiltćkjunum ekki nokkur stafur og stingandi strá. Sem kemur á óvart, rétt eins og „ţruma úr heiđskýrum lćk“ svo notađ sé orđalag kunningja míns. Ein af skyldum blađamanns er ađ lagfćra orđalag viđmćlandans, ekki dreifa villum.

Tillaga: „Ţađ er enginn sannleikur í ţví sem hann skrifar um mig …

2.

„Sterkra vinda von í Bláa lóns keppni.

Frétt í dv.is.          

Athugasemd: Vel getur veriđ ađ eitt keppnisliđiđ í hjólreiđakeppninni sem kennd er viđ Bláa lóniđ kallist „Sterkir vindar“. Hitt veit ég ađ sterkir vindar kallast á íslensku hvassviđri eđa jafnvel stormur.

Af hverju ţarf ađ nota barnarmál, tala um mikinn eđa lítinn vind? Af hverju má ekki nota gömul og góđ orđ sem tákna vind? Ţví miđur ţekkja ć fćrri ţessu gömlu veđurorđ ţó eru til á annađ hundrađ íslensk orđ um vindstyrk, sjá hér.

Tillaga: Búist viđ hvassvirđri í Bláa lóns keppni.

3.

„Tyrk­nesku leik­menn­irn­ir munu hafa veriđ afar óhress­ir međ mikl­ar taf­ir í Leifs­stöđ en ţar ţurftu ţeir ađ fara í gegn­um sér­stakt ör­yggis­tékk

Frétt á mbl.is.          

Athugasemd: Ţetta er ekki bođlegt. Hvađ er „ör­yggis­tékk“? Líklega öryggisskođun, leit sem allir flugfarţegar ganga í gegnum viđ brottför og komu.

„Tékk“ er sletta, er ekkert annađ en framburđurinn á ensku sögninni eđa nafnorđinu „check“. Í enskri orđabók segir um „security check“:

a search of an area or of a person and their baggage for concealed weapons or bombs.

„Öryggistékk“ er sletta sem afar fáir nota enda flestum tamara ađ segja öryggisskođun. Ísavia nefnir á vefsíđu sinni öryggisskođun og öryggisleit sem er hrein og klár íslenska.

Fyrir kemur ađ í talmáli sé talađ um ađ „tékka“ á einhverju, flugmenn og fleiri tala um „tékklista“, jafnvel „tékka“ sumir á orđabókinni ţegar ţeir vita ekki hvernig eigi ađ stafsetja orđ eđa hvađ ţađ ţýđir. Orđiđ er samt viđ ţađ ađ hverfa sem er ágćtt.

Hver skyldi nú vera munurinn á öryggisskođun og „sérstakri öryggisskođun“? Enginn, myndi ég halda, nema ţví ađeins ađ sú sérstaka vćri útskýrđ nánar.

Tillaga: Tyrk­nesku leik­menn­irn­ir munu hafa veriđ afar óhress­ir međ mikl­ar taf­ir í Leifs­stöđ en ţar ţurftu ţeir ađ fara í gegn­um öryggisskođun …

4.

„Lét­ust á vett­vangi slyss­ins.

Fyrirsögn á mbl.is.          

Athugasemd: Međ sorg í huga verđur skrifari ađ gera athugasemdir viđ frétt vefrits Moggans um banaslys á flugvelli í Fljótshlíđ. Ţađ er einfaldlega ekki hćgt birta svona fyrirsögn. 

Í fréttinni segir ţar ađ auki:

All­ir ţrír sem lét­ust í flug­slys­inu í Múla­koti í gćr lét­ust á vettvangi. 

„Vettvangur“ er ofnotađ tískuorđ sem á vćntanlega ađ gefa frétt virđulegra yfirbragđ. Hingađ til hefur ţó veriđ látiđ nćgja ađ segja ađ fólk hafi látist í slysi. Af frásögninni leiđir hvar ţađ gerđist. Annađ mál er ef fólk deyr síđar vegna afleiđinga slyss.

Fleiri athugasemdir má gera viđ fréttina en ţćr eru aukaatriđi ţví efni fréttarinnar er afar sorgleg. Ţó er mikilvćgt er ađ fjölmiđlar vandi orđalag í fréttaflutningi.

Tillaga: Létust í flugslysi

5.

38% hjúkrunarfrćđinema töldu sig vera ađ miklu eđa mjög miklu leyti útbrunnin vegna námsins …

Frétt á blađsíđu 10 í Morgunblađinu 11. júní 2019.          

Athugasemd: Ekki byrja setningu á tölustöfum. Ţetta er regla sem höfđ er í heiđri um allan heim og hefur oft veriđ nefnd hér. Ástćđan er einfaldlega sú ađ tölustafir eru annars eđlis en bókstafir.

Á vefnum Grammar Monster segir:

It is considered untidy to start sentences with figures. You should either reword your sentence or write the number in full.

Mjög auđvelt er ađ hafa hér annan hátt á en ađ byrja á tölustöfum, sjá tillöguna.

Tillaga: Um 38% hjúkrunarfrćđinema töldu sig vera ađ miklu eđa mjög miklu leyti útbrunnin vegna námsins …

6.

„„Akkúrat núna höfum viđ fundiđ 95 óbreytta borgara látna …““

Frétt á blađsíđu 13 í Morgunblađinu 11. júní 2019.          

Athugasemd: Sérkennilegt ađ sjá svona forna slettu í frétt. Yfirleitt er orđiđ ađeins notađ í talmáli. Í ritmáli dugar atviksorđiđ núna sem er miklu betra og eđlilegra. Ţarna má sleppa „akkúrat“ án ţess ađ merking setningarinnar breytist. 

Fréttin er illskiljanleg. Í henni segir:

Líkin eru brennd, viđ höldum áfram ađ leita ađ fleirum …

Ekki er ljóst hvort ađ ţeir sem fundu líkin hafi brennt ţau eđa ţau hafi fundist brennd. Heimildin virđist vera vefsíđan TRTWorld. Í henni segir:

"Right now we have 95 dead civilians. The bodies are burned. We are continuing to look for others," 

Ensku orđin „right now“ eru hér ţýdd sem „akkúrat núna“. Ţetta ber ekki gott vitni um málkennd blađamannsins. Í fréttinni kemur fram ađ fólk hafi veriđ brennt lifandi. Ekkert er um ţađ í frétt Moggans, reyndar er hún frekar lítil og takmörkuđ en umfjöllunarefni er stćrra en lesendur fá ađ vita.

Tillaga:Núna höfum viđ fundiđ 95 óbreytta borgara látna …“

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband