Atvinnuviðtal vegna embættis Seðlabankastjóra
7.6.2019 | 10:10
- Góðan daginn.
- Fáðu þér sæti við borðið.
- Við hliðina á ykkur?
- Nei, góði. Á móti okkur. Þú ert umsækjandi um stöðuna, við eigum að meta þig.
- Já, ég skil.
- Og þú heitir ...?
- Ha? Þið vitið að ég er að sækja um djobbið, hafið boðað mig í viðtal en við ekki hvað ég heiti.
- Tja ... þetta er nú bara formsins vegna.
- Allt í læ ... Ég heiti Gylfi Magnússon.
- Þökk fyrir. Já, hér er umsóknin, neðst í bunkanum. Þú ert prófessor í Háskóla Íslands með reynslu sem ráðherra ...
- Frá mínu sjónarhorni séð er þetta ekki neinn bunki, bara þrjá umsóknir og ég sé héðan hvað hinir heita jafnvel þó allt sé á hvolfi.
- Við hérna í Seðlabankanum erum nú ekkert að fela hlutina, viljum helst starfa fyrir opnum tjöldum..
- Getur það verið? Enginn veit hvers vegna Már Guðmundsson réðst á Samherja, enginn veit hvers vegna vaxtastiginu hefur verið haldið hærra en í nágrannalöndunum, enginn veit hvers vegna ekki er ketófæði í mötuneytinu, enginn veit hvers vegna gúmmíbátur er í bílageymslunni og enginn veit hvers vegna stelpan í móttökunni er með hærri laun en aðalhagfærðingurinn.
- Sko, verið er að gera skýrslu um hvert og eitt af þessu sem þú nefnir og eru líkur til að þær klárist á næstunni en þær verða ekki birtar opinberlega, eru aðeins til innanhúsneyslu. En erindið við þig er ekki að tala um árás Más á Samherja, vaxtastigið, ketófæði, gúmmíbátinn, hálaunuðu stelpuna í móttökunni og fleira dularfullt og yfirnáttúrulegt í Seðlabankanum heldur kanna hvort þú sért fær um að vera Seðlabankastjóri.
- Ég er það.
- Þú segir það. Okkar er að ákveða það.
- Þú segir það ...
- Hvað áttu við?
- Sosum ekkert annað en að ég hef talað við Kötu.
- Við höfum líka talað við hana. Oft. Oftar en þú, skal ég segja þér.
- Þá skilurðu stöðuna, e´þaki?
- Víkjum nú að öðru. Segðu okkur hérna í nefndinni hverjir eru styrkleikar þínir?
- Því er auðsvarað. Ég var ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms og þar var Kata líka.
- Já, það er rétt, þú sast í vinstri stjórninni?
- Nei, ég sat í ríkisstjórn hinna vinnandi stétta sem sló skjaldborg um heimilin í landinu, bjargaði þeim frá hruninu sem Davíð Oddsson, Hannes Hólmsteinn, Björn Bjarnason og fleiri skíthælar úr Sjálfstæðisflokkum ollu með því að einkavinavæða bankanna og stela Símapeningunum.
- Þú veist að Iðnaðarbankinn var ekki einkavæddur?
- Víst var hann einkavæddur.
- Þú veist að Verslunarbankinn og sparisjóðirnir voru ekki einkavæddir?
- Auðvitað voru þeir einvinavæddir annars væri ábyrgð Davíðs og hirðsveina hans ekki svo ýkja mikil.
- Látum þetta gott heita enda er Seðlabankinn ekki í stjórnmálum. En hverjir eru veikleikar þínir?
- Ég hef fáa veikleika, kaupi af góðmennsku minni einni saman happdrættismiða fjölmargra félagasamtaka, hef samt aldrei fengið vinning. Skrýtið. Stundum brosi ég til fátækra, svona til að sýna þeim hluttekningu. Auðvitað á maður ekki að gera svoleiðis, það gæti misskilist vegna þess að ég brosi ekki oft. En hvað á ég að gera, ég er svo góður maður. Versla oft í Bónus og tala við krakkana á kössunum, jafnvel á útlensku. Helló, há mutsj is þis æskrím ...
- Hvernig stjórnandi ertu, Gylfi?
- Ég er elskaður og dáður af flestum sem ekki þekkja mig. Hef aldrei verið kærður fyrir einelti eða þaðan af verra. Er almennt góður við börn og málleysingja. Ekkert upp á mig að klaga.
- Þú segir flestum. Eru einhverjir sem ekki kunna að meta þig?
- Þeir eru afar fáir. Bara helv... hann Davíð Oddsson, Hannes Hólmsteinn, Björn Bjarnason og nokkrir aðrir sem bera ábyrgð á hruninu sem varð 2008.
- Þú veist að kreppan árið 2008 var líka í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Það var ekki bara hér sem bankar féllu.
- Nei, þetta eru bara sögusagnir. Engar beinharðar sannanir fyrir því, bara tvær þrjár bíómyndir. Hrunið var íhaldinu að kenna. Punktur.
- Af hverju langar þig til að verða Seðlabankastjóri?
- Kata stakk upp á þessu. Hélt fyrst að hún væri að djóka, en ég er svona eins og gæinn sem fékk laun fyrir að vera borgarstjóri, mikið gefinn fyrir vel launuðu en létt inndjobb.
- Fengir þú starf seðlabankastjóra, hvað myndir þú gera fyrsta daginn?
- Því er auðsvarað. Ég mæti snemma í vinnu, svona um klukkan tíu. Færi þá beint í kaffi. Segi svo upp ritara Seðlabankastjóra enda mun hann leka öllu frá mér til Más og Davíðs. Síðan myndi ég taka niður málverkið af Davíð og setja það niður í peningabrennsluna. Þá er komið hádegi og tími fyrir ketó fæði. Eftir hádegi myndi ég beintengja krónuna við Evru og svo myndi ég breyta um nafn á vístölum. Neysluvísitala myndi til dæmis framvegis heita neyslureynslunotkunarviðminunarnordiskstatistisktölur. Um að gera að feta sig ekki í fortíðinni, vera djarfur og róttækur í breytingum.
- Þá komum við að málinu sem fæstir geta rætt um. Hverjar eru launakröfur þínar?
- Sko, ekki minna en Már hefur í dag. Annars geturðu bara gleymt mér. Ég væri nokkuð sáttur með 6.000.000.000 krónur á mánuði. Og auðvitað held ég áfram að styrkja bágstadda með því að láta Seðlabankann kaupa happdrættismiða.
- Já, þetta er nú orðið gott. Held að við höfum fengið nokkra skýra mynd af því hver þú ert, hvernig þú hugsar og hvað þú ætlar að gera.
- Þýðir þetta að ég fái djobbið sem hún Kata lofaði mér.
- Um það vil ég nú ekkert segja á þessari stundu. Við eigum eftir að taka tvo aðra í viðtal en það er nú bara formsins vegna. Við munum auðvitað mæla með ráðningu þinni eins og Kata krafðist að við gerðum. Hún tekur svo ákvörðun um ráðninguna.
- Gott því ég sagði upp hjá Háskólanum fyrir þremur mánuðum. Bömmer ef ég fengi ekki þetta djobb.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Athugasemdir
Alveg bráðskemmtilegt viðtal, Sigurður, maður er í hláturkasti!
(ein smá-stafavilla varð eftir í yfirlestri, undir lok klausu sem byrjar á: "- Kata stakk upp á þessu. ")
Jón Valur Jensson, 9.6.2019 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.