Stjórnarandstađa bíđur eftir seppuku ríkisstjórnarinnar
6.6.2019 | 15:16
Svo virđist sem furđuleg pattstađa sé komin upp á Alţingi. Hún er í stuttu máli ţessi: Miđflokkurinn vill rćđa orkupakka ţrjú og helst rökrćđa viđ stjórnarliđa um hann en enginn nennir ţví lengur.
Samfylkingin, Viđreisn og Píratar eru fylgjandi pakkanum sćkjast ekkert eftir ţví ađ hann verđi samţykkur. Ţeir bíđa bara eftir stór málinu, ađ ríkisstjórnarflokkarnir klippi á málţóf Miđflokksins. Ţá myndi gefast prýđilegt tćkifćri til ađ gagnrýna ríkisstjórnina fyrir ađ leyfa ekki lýđrćđislegar umrćđur.
Ríkisstjórnarflokkarnir vilja samţykkja orkupakkann en ţeir geta ekki klippt á málţófiđ vegna ţess ađ ţeir vilja ekki gefa stjórnarandstöđunni tćkifćri til ađ kalla ţá ólýđrćđislega og annađ ţađan af verra.
Hvernig á ţá ađ taka á málinu?
Ţađ er ekki hćgt. Ţetta er eins og á taflborđi ţegar allir leikir eru slćmir, hafa í för međ sér tap. Á međan líđur tíminn.
Eini ţingmađur stjórnarandstöđunnar sem hefur gagnrýnt málţóf Miđflokkinn er Inga Sćland úr Flokki fólksins, og ţađ gerđi hún međ hávađa og látum, en er ţó eins og ţeir Miđflokksmenn á móti pakkanum. Inga kom reynslulaus inn í stjórnmálin en hefur tekiđ ótrúlegum framförum sem ţó hafa kostađ mikiđ, svita og tár en varla blóđ.
Um daginn sendi stjórnarandstađa skilabođ til hennar og bađ hana um ađ vera ekki ađ tjá sig um málţófiđ ţví beđiđ vćri eftir seppuku ríkisstjórnarinnar, ţađ er ađ hún neyti meirihluta síns og stöđvi málţófiđ. Ţetta skilur Inga og veđur nú ekki upp á dekk nema til ađ gagnrýna hćstvirtan forseta Alţingis um allt annađ.
Smám saman missir almenningur áhuga á orkupakkanum. Sólin skín í heiđi og allt er gott. Heyskapur er ađ hafinn og sauđfé og túrhestar arka á fjall.
Eftir sitja ţingmenn Miđflokksins og endurtaka rćđur sínar og enginn nennir ađ rökrćđa viđ ţá. Ţetta er svona eins og ađ ćtla sér ađ fara á kvennafar á tómu öldurhúsi.
Í Wikipediu segir:
Seppuku eđa harakiri er virđuleg sjálfsmorđsađferđ sem samúrćjar notuđu viđ viss skilyrđi, henni mćtti líkja viđ helgisiđ. Hún felst í ţví ađ kviđrista sjálfan sig fyrir framan vitni, jafnvel er annar samúrćji honum til ađstođar sem afhöfđar hann örskotsstundu eftir ađ hann hefur kviđrist sig. Í Japan er siđur fyrir ţví ađ menn skrifi örstutt ljóđ (haiku) fyrir dauđan, margir samúrćjar skrifuđu slíkt áđur en ţeir tóku líf sitt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:53 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.