To love og ađ elska, fallbeygingar og anda međ ... afturendanum

Orđlof og annađ

Mađur og ţú

Hér áđur fyrr ţótti ekki gott ađ nota orđiđ mađur sem e.k. óákveđiđ fornafn. 

Ţannig segir t.d. í Íslenzkri setningafrćđi Jakobs Jóh. Smára frá 1920: 

„Allmjög tíđkast nú í rćđu og riti orđiđ mađur sem óákv. forn. (í öllum föllum); er sú notkun af útl. uppruna (d. og ţ. man), og er alröng.“ 

Margir amast enn viđ ţessari notkun, en ţó hefur hún öđlast nokkra viđurkenningu í seinni tíđ. Ţađ stafar ekki síst af ţví ađ upp er komin önnur villa hálfu verri; ţ.e. sú ađ nota annarrar persónu fornafniđ ţú í sama tilgangi, ţ.e. sem e.k. óákveđiđ fornafn. Sú notkun er komin úr ensku, og hana ber skilyrđislaust ađ forđast.

Málsniđ og málnotkun eftir Eirík Rögnvaldsson.

Athugasemdir viđ málfar í fjölmiđlum

1.

„„Ég myndi elska ađ eyđa öllu kvöldinu ađ tala um Hatara““

Fyrirsögn á dv.is.          

Athugasemd: Ofangreind fyrirsögn er höfđ eftir bandarískum sjónvarpsmanni. Hún fćr mann til ađ velta fyrir sér íslensku sögninni ađ elska og samsvarandi sögn á ensku, „to love“.

Ég hef ţađ á tilfinningunni ađ enska sögnin sé mun viđtćkari en sú íslenska. Enskumćlandi fólk, sérstaklega Bandaríkjamenn, virđist elska hvađ sem er en sú tilfinning á ekki alltaf viđ um ást eđa djúpa vćntumţykju, ţó hún geti vissulega veriđ ţađ.

Líklega hefur blađamađurinn sem ţýddi ekki sömu tilfinningu fyrir íslensku og hann hefur fyrir ensku máli. Mér ţykir líklegra ađ sjónvarpsmađurinn eigi viđ ađ honum ţćtti skemmtilegt, ánćgjulegt ađ geta talađ um Hatara allt kvöldiđ.

Í orđabókinni segir til dćmis:

Love: feel deep affection or sexual love for (someone): do you love me? 

Like or enjoy very much: I´d love a cup of tea: I just love dancing.

Og: 

Love: a great interest and pleasure in something: his love for football; we share a love of music.

Dálítill munur á ađ elska konu og ţykja variđ í tóbak og viskí. Í gömlum slagara sem Ţorsteinn Eggertsson samdi og Rúnar Júlíusson söng segir međal annars: 

Betri bíla, yngri konur, eldra viskí, meiri pening.

Ekki er nú ţetta mikil speki ţó mađur hafi nú stundum sungiđ međ. En áfram úr orđabókinni:

Love: [count noun] a person or thing that one loves: she was the love of his life; their two great loves are tobacco and whisky.

Bretar eru kunnir fyrir ađ nota sögnina „to love“ viđ ólíklegustu tćkifćri. Í orđabókinni segir:

British informal a friendly form of address: it´s all right, love.

Um daginn var ég í London, átti erindi í búđ og konan sem afgreiddi mig sagđi: „Here you are love“, og rétti mér skiptimynt og kvittun. Ekki flögrađi ađ mér ađ ţýđa ţetta beint. Hún sagđi: Gerđu svo vel, vinur.

Tillaga: „Mikiđ ţćtti mér gaman ađ ţví ađ eyđa öllu kvöldinu í spjall um Hatara“

2.

Magnús Geir Ţórđarson, útvarpsstjóri, og Páll Magnússon, ţingmađur og fyrrverandi útvarpsstjóri, greinir á …

Frétt á dv.is.          

Athugasemd: Nefnifallsvćđing tungumálsins felst í ţví ađ fólk sleppir ţví ađ fallbeygja nafnorđ, hefur ţau í nefnifalli. Ţetta er sérstaklega meinlegt ţegar fréttir í fjölmiđlum eru međ ţessum galla, ţćr eru ţá einfaldlega skemmdar.

Á malid.is segir:

Sögnin greina getur veriđ ópersónuleg og stendur ţá međ henni frumlag í ţolfalli. Brćđurna greinir á um sjávarútvegsmálin. Oftast er ţó sögnin persónuleg. Hann getur ekki greint ţćr í sundur.

Hugsanlega ruglar ţađ blađamanninn ađ nöfn útvarpsstjórans eru eins í nefnifalli og ţolfalli, hins vegar er ţađ engin afsökun. Ţetta er vond villa.

Fréttin hefđi mátt vera betur skrifuđ: 

Fána-uppákoman var ekki gerđ í samráđi viđ RÚV eđa fararstjórn. Heldur alfariđ frá Hatara komin. 

Hér hefđi betur hefđi fariđ á ţví ađ sleppa sögninni ađ gera. Ekki ćtti ađ vera punktur á eftir „fararstjórn“. „Heldur“ er hér samtenging og í beinni tengingu viđ setninguna á undan. Ţarna hefđi ţví átt ađ vera komma. Fleiri athugasemdir mćtti gera viđ fréttina.

Tillaga: Magnús Geir Ţórđarson, útvarpsstjóra, og Pál Magnússon, ţingmann og fyrrverandi útvarpsstjóra, greinir á …

3.

Lennon andađi međ rassgatinu.

Yfirfyrirsögn á dv.is.          

Athugasemd: Fyrir stuttu var kynntur til sögunnar ný ritstjóri á DV. Líkleg er svona orđalag honum/henni ţóknanlegt.

Í fréttinni er ţetta haft eftir fótboltamanni:

Vonandi kemst ég í betra form ţví ég andađi međ rassgatinu í dag. 

Útilokađ er ađ skilja hvernig íţróttamađurinn getur andađ međ ţessum líkamshluta. Enn erfiđara er ađ átta sig á ţví hvađ blađamanni og ritstjóra gengur til međ svona orđalagi. DV setur niđur fyrir vikiđ.

Tillaga: Engin tillaga.

4.

… en spćnska höfuđborgin er sögđ heillandi vegna áherslu sinnar á sjálfbćrni, hjólastíga, breiđar gangstéttar og ađra umhverfisvćna ferđamáta.

Frétt á visir.is.          

Athugasemd: Fallbeyging nafnorđa ţarf ađ vera rétt, hún er ein af einkennum íslensks máls. Ţarna er orđiđ gangstétt í eignarfalli eintölu, af samhenginu má ráđa ađ ţađ ćtti ađ vera í fleirtölu. Orđiđ beygist svona:

Í eintölu: Gangstétt, gangstétt, gangstétt, gangstéttar.

Í fleirtölu: Gangstéttir, gangstéttir, gangstéttum, gangstétta.

Enginn er svo góđur í íslensku ađ hann hafi ekki gott af ţví ađ leita eftir stađfestingu á vafamáli, til dćmis fallbeygingu orđa. Vefurinn malid.is er frábćr heimild og afar ţćgilegur í notkun. Sá sem hér skrifar notar hann yfirleitt áđur en hann fer ađ agnúast út í málfari í fjölmiđlum. Betra er ađ hafa vađiđ fyrir neđan sig.

Tillaga: … en spćnska höfuđborgin er sögđ heillandi vegna áherslu sinnar á sjálfbćrni, hjólastíga, breiđar gangstéttir og ađra umhverfisvćna ferđamáta.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband