Hrakspár bankastjórans og gæfa Breta
28.7.2018 | 15:50
Mikið ansi gleðst ég yfir því þegar ég les góða bók eða grein jafnvel bara nokkrar línur sem geisla af skýrri hugsun. Tilvitnunin hér að neðan finnst mér mjög áhugaverð og vel saman sett.
Til þess að spilla ekki fyrir þeim örfáu sem kunn að lesa þennan pistil læt ég þess ógetið hver samdi og hvar línurnar birtust. Bið ég lesandann að virða það til betri vegar. Við erum nefnilega mörg þannig full af fordómum og leiðindum og getum aldrei séð sólargeisla í rigningartíð jafnvel þó hann skíni í augun á okkur.
Hér er tilvitnunin (greinskil eru mín):
Ógleymanlegt er hvernig hinn kanadíski seðlabankastjóri Breta minnti í aðdraganda Brexit mest á skrítnu kallana með spjöldin að boða endalok mannkynsins.
Hann má þó eiga það að hafa komist mun nær því en hinir íslensku fagmenn að viðurkenna að hrakspár og jafnvel hótanir hafi ekki verið heppilegar.
Hann á þó sennilega einkum við að það hafi verið óheppilegt fyrir hann hversu illa spádómarnir stóðust. Það var hins gæfa bresku þjóðarinnar, en gáfumönnum þykir það aukaatriði í svo stóru máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.