Persónulegar árásir í pólitík í stað málefnalegrar umræðu

Því að sann­ar­lega er það ekki svo­leiðis að að það sé meiri biðlund, meiri samúð hjá fólki í Sjálf­stæðis­flokkn­um með barn­aníðing­um eða minni samúð með fórn­ar­lömb­um þeirra en hjá öðru al­menni­legu fólki.

Þetta hefur Mbl.is eftir Páli Magnússyni, þingmanni, í Silfri Ríkisútvarpsins í morgun. Þessi orð fá mann til að velta fyrir sér ótrúlega niðurdrepandi og ósanngjarnri pólitík sem sumir iðka. Svo uppteknir eru margir af harmi barna og ungs fólks vegna ofbeldisníðs sem það hefur orðið fyrir að nú saka þeir fólk um óeðli fyrir það eitt að vera á ákveðnum aldri og af tilteknu kyni.

Þurfa þeir sem eru foreldrar, bræður, systur, afar, ömmur, frændur, frænkur, vinir, vinkonur, skyldir eða óskyldir að lýsa því yfir í votta viðurvist að þeim býður við ofbeldi, barnaníði og öðrum djöfulskap sem örlítið brot hverrar þjóðar gerir sig sekt um? Geri þeir það ekki hljóti þeir að vera sekir, eða að minnsta kosti vegna samneytis (guilt by assiciation).

Nei, alls ekki. Það liggur í eðli máls að öllum er ofboðið þegar slík mál koma upp. Verri glæpir eru vart til.

Það er hins vegar furðulegt og ekki síður ósvífið þegar ofbeldismál eins og barnaníð eru notuð í pólitískum áróðri, til að koma högg á þá sem eiga ekkert sameiginlegt með barnaníðingum.

Flestir eru gáttaðir á því þegar fullyrt er að verið sé að fela þessi mál og jafnframt að 'miðaldra karlmönnum þyki barnaníð ekkert stórmál', margir aðrir glæpir séu alvarlegri. Er hægt að bera alvarlegri sök á feður eða afa, miðaldra eða ekki?

Óþverrar, níðingar ... eða bara „virkir í athugasemdum“ halda þessu fram. Ég geri almennt ekki greinarmun á þessum. Sjá til dæmis heiftina í fólki sem hvetur til limlestinga og morða eða eins og ein af „virkum“ segir:

Nauðgun og barnaníð réttlætir það að þessir úrhrök samfélagsins verði bundnir afta í bíla og dregnir efti götunum bæjar og borga.Þvílíkur viðbjóður.

Sem sagt viðbjóði á að bregðast við með öðrum viðbjóði.

Öfgarnar og óþverrahátturinn í pólitíkinni er meiri en maður hefði látið sér detta í hug. Hvað þá þessi órökstuddu og níðingslegu hugrenningatengsl sem alþingismaður lætur glaðhlakkalegur frá sér fara svona skítlega árás á æru forsætisráðherra:

Iceland's Jimmy Savile case: our PM, who was in the Panama Papers, has hid for two months his father's support for a pedophile's clemency.

Er fólki sem svona talar treystandi fyrir sæti á Alþingi? Eða er því yfirleitt bara treystandi fyrir einhverju?

Margoft hefur verið reynt að klína nafni forsætisráðherra við barnaníð.

Í hinum pólitíska áróðri var því haldið fram að á síðasta ári hafi núverandi forsætisráðherra hafi sem starfandi innanríkisráðherra veitt barnaníðingi uppreist æru. Sú fullyrðing reyndist uppspuni og hún hrakin.

Þá var reynt að bera það upp á forsætisráðherra að hann hefði ritað meðmælabréf fyrir einhvern barnaníðing svo hann fengi uppreist æru. Það reyndist líka uppspuni.

Pólitískum andstæðingum hans komu þá þeirri falsfrétt á fluga að fyrst dæmdur barnaníðingur hafi einhvern tímann verið í Sjálfstæðisflokknum væri forsætisráðherra og jafnvel fleiri að verja hann. Þó einfalt fólk legði trúnað á svona lygi fannst fleirum þetta ótrúlega lágt lagst í áróðri.

Einhverjum óþverranum dátt þá í hug að dreifa því að forsætisráðherra þurfi að gjalda fyrir að faðir hans hafi skrifað undir meðmælabréf vegna uppreist æru barnaníðings. Út af fyrir sig er það sjónarmið en afar ógeðfellt og níðingslegt.

Loks er því haldið fram að forsætisráðherra hafi fengið upplýsingar um meðmælabréf föður síns og haldið því leyndu. Sé svo, hvað annað átti hann að gera? Hvaða kostir voru í stöðunni? Jú, halda því leyndu eða segja frá. Hvort af þessu er nú lögbrot?

Þegar pólitískir öfgamenn hafa hrakist úr einu víginu í annað er því haldið fram að um leyndarhyggju sé að ræða, líklega til að verja barnaníðinga eða meðmælendur um uppreist æru þeirra.

Hvers vegna í ósköpunum ætti stjórnmálaflokkur að fela glæpi? Staðreyndin er hins vegar sú að í lögum er reynt að vernda nöfn þolenda ofbeldisglæpa en nú er því snúið upp í andhverfu sína og verið sé að hjálpa glæpamönnum.

Líklegast er til of mikils mælst að stjórnmálamenn sem aðrir reyni að ræða hugðarefni sín á málefnalegan hátt en ekki eins og öfgaliðið „virkir í athugasemdum“.

Í ljósi aðstæðna má þó hvetja skynsamt fólk til að eyða ekki atkvæði sínu á þá sem stunda persónulegar árásir og kunna ekki eða geta ekki rætt málin málefnalega. Hvernig yrði þjóðfélagið ef mannorðsmorðingjar og níðingar kæmust í ríkisstjórn landsins? Nógu slæmt er að þeir skuli fyrirfinnast á Alþingi.


mbl.is „Gamla dæmisagan um syndir feðranna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður

Það er óheppilegt hvernig erlendir miðlar mála þetta upp með myndum af Bjarna og co. Það er þó afleiðing, ekki orsök. Var það allt Smári eða voru aðrir? Það skiptir í raun engu máli vegna þess að þetta fólk (allir á Alþingi og þeir sem vilja stefna þangað) þarf að horfa innávið til þess að laga stjórnmálamenninguna. Þegar stjórnmálin eru orðin svo rætin að það megi nota nánast hvaða vopn sem er, þá er umræðunni lokið.

Það sem er undarlegt við viðbrögð Sjálfstæðismanna er tvennt.

1. Flokkur Gilda sem hafa farið misvel með landsmenn sakar annan flokk um að hafa Gildi, prinsipp! Það er öfugsnúinn röksemd sem skellur á vegg. Þ.e. Eru Sjálfstæðismenn þeir einu sem geta metið Gildi rétt og innleitt þau?

2. Þeir bregðast ekki við raunverulega vanda málsins, þ.e. Það sem fólk hugsar, með réttu eða röngu, er að ef einhver nákominn/tengdur hátt settum kjörnum/ráðnum fulltrúa/embættismanni geti verið svo glannalegur og óvarkár í gjörðum sínum gagnvart kerfinu, hvað annað er þá undir teppinu? En þarna hittir hugmyndafræðileg stefna Bjarna og pabba hann þá beint í hausinn þ.e. umhyggja fyrir peningum frekar en fyrir hinum almenna raunveruleika þ.e. hin 99 prósentin.

Nú má spyrja, á að refsa Bjarna fyrir gjörðir pabba síns? Sjálfstæðismenn munu væntanleg svara því á næsta landsfundi.

Ein spurning að lokum, þarf ekki að kjósa nýjan varaformann fyrir kosningar?

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 17.9.2017 kl. 17:32

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Var það "pólitískur áróður" þegar dómsmálaráðherra viðurkenndi í þrígang í beinni útsendingu að hafa brotið lög?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2017 kl. 18:02

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Sigþór. Það er rétt hjá þér, stjórnmálamenningin okkar er að mörgu leiti stórfurðuleg. Það sér maður best eftir að hafa búið erlendis eða fylgst með umræðunni í öðrum löndum. Hér er heiftir gríðarleg.

Hér eru svör mín við spurningum þínum.

1. Ég veit ekki til annars er að stjórnmálaflokkar hafi nokkuð líka stefnuskrá. Staðreyndin er hins vegar sú að sannfæring einstaklings eða hóps getur aldrei verið röng. Hins vegar má benda á hvernig þeir, hópar eða flokkar útfæra hana. Út á það ættu stjórnmál að ganga en ekki að níða hvorn annan.

2. Skil því miður ekki alveg spurningu nr. 2. Hins vegar veistu jafnvel og ég að fólk, almenningur, kjósendur, hafa ekki eina og sömu hugsun. Þetta rökstyð ég með því að benda á úrslit í kosningum. Held hins vegar að embættismenn í stjórnarráði Íslands, séu almennt mjög varkárir og um leið trúir sínum yfirmanni, skiptir engu úr hvaða stjórnmálaflokki sá ráðherra kemur. Ég hef þá bjargföstu trú að allir flokkar vilji reynast landi og þjóð vel.

Mér sýnist að erfitt verði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda landsfund ef kosningar verða 28. október næstkomandi. Fleiri flokkar kvarta undan þeirri dagsetningu.

Bestu þakkir fyrir innlitið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.9.2017 kl. 20:05

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Guðmundur. Því miður veit ég ekki hvað þú átt við. Hef ábyggilega misst af þeirri útsendingu í sjónvarpi eða útvarpi sem þú ert að vísa til.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.9.2017 kl. 20:06

6 identicon

Þakka þér fyrir svörin Sigurður

Ef að fólk, sem kann ekki að búa til vandaða stefnuskrá, vil búa til stefnuskrá, þá er líklegra til árangurs að kenna þessu fólki að móta stefnu til þess að það geti þá amk. séð fyrir sig sjálft hvort stefnan hefur gildar stoðir eða ekki. Skítkast er ekki sannfærandi fyrir neinn málflutning.

Seinni spurning mín var margklaufalega orðuð. Þú hittir á það með að tala um kjósendur, það er ekki hægt í heild sinni. Maður verður alltaf að draga í dilka í þessu samhengi. Ég held líka að flest fólk vilji vel en það kemur í ljós við skoðun að himinn og haf er á milli í skoðunum um  hvað telst gott. Hindranirnar við það mat eru jafnan af pólitískum toga. Þar er kergjan. 

Ég reikna þó með að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er þetta okkur sjálfum að kenna. Flestir eru en fastir í línulaga Newtonískum lausnum þ.á.m. flestir pólitíkusarnir. Staðreyndin er hinsvegar sú að við erum kominn á stað þar sem orsakasamhengi hlutanna verður flóknara með hverjum deginum sem líður þ.e. hraði tækniframfara og lausna eykst á mun meiri hraða en við náum almennt að skynja og bregðast við. Viðbragð stjórnmálafólks þarf að vera í takt við það sem er að gerast í raunveruleikanum á 21stu öldinni. Það þarf að gera ráð fyrir að hlutir breytist með meiri hraða en áður hefur þekkst, sá tími er kominn fyrir nokkru, ekkert breyttist þó í pólitík. Nú hefur tæknibyltingin komið svo illilega í bakið á stjórnmálamönnum að þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Breytingar eru mörgum erfiðar, margir vilja ekki flytja inn í huglæga óreiðu Atomaldarinnar og kjósa að henda ankerum í gamalli hugsun sem var fyrirsjáanleg í einfaldleika sínum. Sá tími er liðinn.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 17.9.2017 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband