-Vistađur fyrir rannsókn málsins- er hallćrislegt orđalag

1.

„Ber ađ taka fyrir hópmálssókn gegn Björgólfi Thor.“ 

Fyrirsögn á mbl.is.

Athugasemd: Sá sem er vel lesinn veit ađ orđalagiđ ‚ađ taka fyrir eitthvađ‘ getur ţýtt ađ hćtta einhverju, koma í veg fyrir eđa hreinlega loka. Međ öflugri löggćslu er tekiđ fyrir hrađakstur í hverfinu. Ofangreinda fyrirsögn má skilja á ţann veg ađ [hćstiréttur] hafi ákveđiđ ađ hópmálssókn gegn Björgólfi Thor verđi hćtt, en ţađ er ekki rétt.

Tillaga: Hópmálssókn leyfđ gegn Björgúlfi Thor.

2.

„Úrsk­urđađi dóm­stóll­inn Beale seka um mein­sćri og fyr­ir ađ hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar og dćmdi hana seka til 10 ára fang­elsis­vistar.“ 

Frétt á mbl.is.

Athugasemd: Hvađ ţýđir ţetta: „… dćmdi seka til 10 ára fangelsisvistar“. Sé rýnt í fréttina er átt viđ ađ Beale var dćmd til 10 ára fangelsisvistar. Konan fékk fer í fangelsi af ţví ađ hún var dćmd sek. Orđalagiđ í tilvitnuninni er óviđunandi.

Tillaga: Úrsk­urđađi dóm­stóll­inn Beale seka um mein­sćri og fyr­ir ađ hindra fram­gang rétt­vís­inn­ar. Hún var dćmd til 10 ára fang­elsis­vistar.

3.

„Höfđu af­skipti af manni međ sverđ.“ 

Fyrirsögn á mbl.is.

Athugasemd: Ţetta er ótrúlega „kjánalegt“ orđalag (afsakiđ orđbragđiđ). Lögreglan handtók manninn, ţađ kemur greinilega fram í fréttinni. Í henni segir ađ sverđiđ hafi veriđ „haldlagt“. Ţetta er frekar kveifarlegt orđalag. Miklu einfaldara ađ segja ađ sverđiđ hafi veriđ tekiđ af manninum ţví ţađ var gert.

Tillaga: Sverđ tekiđ af manni.

4.

„Mađur­inn var vistađur fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.“ 

Frétt á mbl.is.

Athugasemd: „… fyrir rannsókn málsins …“ Ţetta er beinlínis rangt mál. Mađurinn var settur í fangelsi vegna rannsóknar málsins. Auđvitađ var fariđ međ hann í fangelsi, ţví má til sannsvegar fćra ađ hann hafi veriđ vistađur ţar. Ţeir sem voru međ óspektir voru í gamla daga settir í fangelsi,fangelsađir. Algjör óţarfi ađ segja ađ ţađ sé „fyrir rannsókn málsins“ eđa vistađir í „fangelsi“. Ţađ segir sig sjálft.

Tillaga: Mađurinn var settur í fangelsi.

5.

„Valsmenn taka ţrjú stig úr Vestmannaeyjum.“ 

Fyrirsögn á visir.is

Athugasemd: Íţróttafréttamenn eru margir hverjir óhrćddir ađ feta frumlega stigu í skrifum sínum en oft lenda ţeir í tómu rugli. Ritmál er ekki alltaf ţađ sama og talmál. Valsmenn unnu vissulega liđ ÍBV í Vestmannaeyjum. Hins vegar er ţetta slćm fyrirsögn og stenst varla. Ofangreind fyrirsögn er ekkert fyllri eđa betri en ađ segja ađ Valsmenn hafi sigrađ í Vestmannaeyjum.

Tillaga: Valsmenn tók öll stigin í Vestmannaeyjum.

6.

„Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur varađ viđ ţví ađ „all­ir val­kost­ir“ séu uppi á borđum eft­ir ađ stjórn­völd í Norđur-Kór­eu skutu eld­flaug yfir Jap­an.“ 

Frétt á mbl.is

Athugasemd: Tilvitnunin bendir til ţess ađ forsetinn vilji ekki ađ allir kostir séu uppi á borđum. Má vera ađ svo sé. 

Á CNN segir hins vegar: „US President Donald Trump has warned that "all options are on the table" after North Korea launched a missile over Japan early Tuesday.“ 

Forsetinn varađi ekki viđ ţessu, ţvert á móti. Stundum eru ökumenn varađir viđ hvassviđri undir Hafnarfjalli, ţeir ćttu ţá ekki ađ aka ţar fyrr en lćgir.

Tilvitnunin gengur illa á íslensku, líklega besta leiđin ađ umorđa ţađ sem forsetinn segir. Forđast ber hins vegar ađ nota orđskrípiđ „valkostur“.

Tillaga: Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrđir ađ hćgt sé ađ grípa til margvíslegra ađgerđa eftir ađ stjórnvöld í Norđur-Koreu skutu eldflaug yfir Japan. 

7.

„Netverjar fengu sjokk ţegar í ljós kom ađ Torn vćri ábreiđa af dönsku lagi.“ 

Fyrirsögn á mbl.is

Athugasemd: Hvađ er ábreiđa? Flestir munu telja ţađ vera eitthvađ sem notađ er til yfirbreiđslu. Samkvćmt orđanna hljóđan getur ábreiđa til dćmis veriđ rúmteppi. Af vankunnáttu og ţekkingarleysi á íslensku máli hafa einhverjir spekingar tekiđ enska orđiđ „cover“ og ţýtt ţađ sem ábreiđa. 

Ensk orđabók segir: „Cover, a recording or performance of a song previously recorded by a different artist: the band played covers of Beatles songs.“ Sá sem hér ritar skortir hér ţekkingu en veit ţađ ţó ađ nafnorđiđ „ábreiđa“ gengur illa í ţessari merkingu.

Tillaga: [Lesendur geta reynt sig viđ ađ koma međ betra íslenskt orđ.]

8.

„Drápu ólétta konu til ađ komast yfir barn hennar.“ 

Fyrirsögn á visir.is

Athugasemd: Ţessi fyrirsögn er óviđeigandi vegna ţess ađ ţarna var um ađ rćđa morđ, glćp. Flestir ćttu ađ geta séđ ţađ. Ţegar um glćp er ađ rćđa er venjulega talađ um morđ á fólki, sjaldnar dráp. Fréttin hefur af einhverjum ástćđum veriđ tekin út af visir.is. Svo er ţađ orđalagiđ „ađ komast yfir“ Í ţessu tilviki er ţađ ekki gott enda um barn ađ rćđa ekki hluti.

Tillaga: Myrtu ólétta konu til ađ rćna barni hennar.

9.

„Fleiri en 500 lögreglumenn sćrđust í óeirđunum og tćplega 200 voru handteknir.“ 

Úr Reykjavíkurbréfi Morgunblađsins 3. september 2017. 

Athugasemd: Ţessir „tćplega 200“ sem voru handteknir voru ekki lögreglumenn eins og halda mćtti af orđalaginu. Miklu skiptir hvernig hlutirnir eru orđađir svo hugsunin komist til skila. Svo fremi sem höfundurinn taki eftir ţessu hefđi hann auđveldlega getađ orđađ ţetta á annan hátt. Annars sem hefđi lesiđ yfir fyrir birtingu hefđi ábyggilega tekiđ eftir ţessu. Hins vegar eru Reykjavíkurbréf yfirleitt skrifuđ á mjög góđu og ţróttmiklu máli.

Tillaga: Tćplega tvö hundruđ manns voru handteknir og fleiri en 500 lögreglumenn sćrđust.

10.

„Rétt fyrir miđnćtti barst lögreglunni tilkynning um ađila sem var ađ ganga berserksgang í Skeifunni, bćđi á veitingastađ og í verslunum.“ 

Úr frétt á vísir.is og endurtekiđ í hádegisfréttum á Bylgjunni 3. september 2017. 

Athugasemd: Ja, hérna. Mađur gekk berserksgang. Hvađ nćst? Fréttir um ađ göngumađur gangi fjallgöngu? Ökumađur aki ökutćki? Líklega betra ađ taka ţađ fram ađ ekki er rangt ađ segja ađ einhver „gangi berserksgang“. Hins vegar er tvítekning í orđalagi fremur hallćrisleg. Einnig er fremur viđvaningslegt ađ berserkurinn sé kallađur ađili.

Tillaga: Rétt fyrir miđnćtti barst lögreglunni tilkynning um mann sem gekk berserksgang á veitingastađ og í verslunum í Skeifunni.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband