Þingmaður sækist eftir fyrsta veðrétti í dægurmáli
28.8.2017 | 14:15
Sumir kalla það að stela málum þegar þingmenn grípa dægurflugur eða fréttir og krefjast fundar í nefnd Alþingis til að ræða reginhneyksli, óréttlæti eða mannvonsku. Aðrir nefna þetta að hertaka mál.
Í sjálfu sér skiptir litlu hvað það er kallað en tilgangurinn er einfaldlega sá að verða sér út um fjölmiðlaumfjöllun.
Þegar svo er komið að þingmenn halda að skipti öllu að komast í fjölmiðla þá er eitthvað að. Um leið virðist afar skammt í einhvers konar pópulisma eða að haga seglum eftir vindi.
Að sjálfsögðu kunna fjölmörg mál að vera þess eðlis að brýnt sé að ræða þau í þingnefndum og sum eru ærið alvarleg. Það fer þó ekki á milli mála þegar þingmaður sækist eftir fyrsta veðrétti í dægurmáli.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir pantar að eiga umfjöllun um áhuga kínverskra fjárfesta um kaup á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Enn hefur hún ekki pantað þingfund um myglu í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. Skrýtið.
Þurfum að vera vakandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Facebook
Athugasemdir
lol, þú hittir naglann á höfuðið Sigurður :)
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 28.8.2017 kl. 14:53
Það verður varla sagt að Lilja Alfreðsdóttir hafi verið iðin við að eltast við "dægurmál", þ.e. þau mál sem mest hljóma í fréttum. Flestir aðrir þingmenn og ekki síst sumir ráðherrar eru ötulli við þá iðju.
Þá er heldur ekki hægt að tala um að það mál sem Lilja kallar eftir upplýsingum um, hafi verið "dægurmál"´. Ein lítil frétt um málið, sem fáir tóku eftir.
Landsala hefur raunar lítið verið í fréttum frá því kínverskur auðkýfingur ætlaði að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, reyndar örlítið fjallað um þegar síðan breski auðkýfingurinn Ratcliffe keypti þá jörð, varla þó að nokkur hafi nennt að spá í það.
Því er ekki hægt að segja að Lilja sé þarna að sækja sér "fyrsta veðrétt í dægurmáli" eða að stela einhverju máli eða hertaka það. Hún er einfaldlega að sinna sinni vinnu sem þingmaður og kalla eftir upplýsingum um mál sem fáir nenna að spá í! Mál sem ætti að brenna á allri þjóðinni.
Gunnar Heiðarsson, 28.8.2017 kl. 15:24
Hún er að læra að vera þingmaður í stjórnarandstöðu, Gunnar. Þar virðast menn lifa á því að reyna að komast í fjölmiðla með dægurmál. Minna fer fyrir málefnalegri umræðu.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.8.2017 kl. 20:42
Ekki dóttir föður sins, fyrir ekki neitt.
Byggði hann ekki Svörtumygluloft, ræktaði sæsnigla, sæbjúgu eða rækjur, á sama tíma og öfugsnúin byggingin reis? Ekki það að ég vilji vera með einhver leiðindi, en get ekki annað en tekið undir með Sigurði síðuhafa. "Lilja.: "Keep a low profile. This is not the time to adopt a newsattention matter of the third kind".
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.8.2017 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.