Lúpínan, vörn gegn gróðureyðingu af mannavöldum

Melar og auðnir eru aðeins vitnisburður um sögu eyðileggingar þurrlendisvistkerfa sem rekja má frá landnámi og til vorra daga.

Þær eru ekki „ósnortin víðerni“ sem okkur ber skylda til að vernda, lofsama, tigna og hampa í ferðaauglýsingum og öðrum fróðleik handa útlendingum. Þær eru þjóðarskömm. Þær eru okkur til leiðinda og ama.

Þetta segir Aðalsteinn Sigurgeirsson,skógfræðingur, á fésbókinni í dag. Hann er að ræða um afar góða grein eftir Ágúst H. Bjarnason sem sá síðarnefndi birti á vefsíðu sinni í desember 2015 undir fyrirsögninni „Grær allt sem girt er - Hugleiðing um græðslu mela.

Ágúst segir svo í einföldu máli (greinaskil eru mín):

Bágt er að trúa því, að nokkrum heilvita manni sé annt um gróðurlausa láglendis-mela. Í raun og veru hvílir sú skylda á okkur að rækta þá til nytja. Mér er ekki kunnugt um neina þjóð, sem nytjar ekki land sitt af fremsta megni en þó af skynsemd.  

Því miður er það borin von, að melar grói upp af sjálfsdáðum nema á óralöngum tíma, þó að þeir njóti algerrar friðunar. Margsinnis hefur verið sáð í mela og borinn á tilbúinn áburður. Ekki hefur það gefið góða raun.

0J2B9688 - Version 2Venjulega hafa graskenndar plöntur koðnað niður á öðru eða þriðja ári, nema borið sé á reglulega. Það kostar ekki lítið og er álíka raunhæft og mála hús sitt með vatnslitum. Myndun jarðvegs þar er mjög hæg eða nær engin, nema ausið sé áburði. (Ef til vill mætti ná árangri með því að aka mykju á mela, en þá þyrfti 30-40 tonn á hektara.)  

Í annan stað má velta því fyrir sér, hvort dreifing tilbúins áburðar sé í raun í sátt við þá stefnu í umhverfismálum, sem við viljum fylkja okkur um. Auk þess er fullyrt, að innan fárra ára verði mikill skortur á fosfór-áburði og vita menn ekki enn, hvernig bregðast skuli við því.  

0J2B9868Einfaldast og ódýrast er að rækta mel með lúpínu. Innan fárra ára er unnt að planta í melinn með góðum árangri. Á þennan auðvelda og ódýra hátt er unnt að breyta ónýtum flákum í verðmætt land, sem gefur ríkulegan ávöxt. Á 20-40 árum byggist

upp frjósamt jarðvegslag í lúpínu-breiðu, sem tæki innlendar tegundir árhundruð.

 

Hjörleifs þáttur Guttormssonar

Fyrrum þingmaður og ráðherra, Hjörleifur Guttormsson, ritar grein í Morgunblað dagsins og finnur lúpínunni allt til foráttu en fátt til gildis. Hann er einn af þeim sem lofsama, tigna og hampa víðernunum ... og gróðurleysinu

Ágúst hefur áður brugðist við hatrömmum áróðri Hjörleifs gegn lúpínunni. Ágúst segir í áðurnefndri grein sinni: 

Hjörleifur er einn fárra Íslendinga alinn upp í skógi. Því mætti ætla, að hann hefði betri skilning á jarðargróða en flestir aðrir. Því miður sýndi það sig ekki í þá tíð hann sat á þingi (1978-1999) og í náttúruverndarráði (1972-1978), því að þá átti gróður í landinu undir högg að sækja.

0J2B9888Minna má á nokkur atriði:

    1. Uppblástur var í algleymingi og sauðfjárbeit líklega aldrei meiri.
    2. Tilbúnum áburði var dreift úr flugvél yfir gróin heiðalönd (kallað „hagabætur“) og eðlilegri tegundasamsetningu raskað stórlega.
    3. Eiturefni (sams konar og í Vietnam) var notað til þess að eyða kvistgróðri og auka sprettu grasa (sjá meðal annars: http://ahb.is/tofralausnir/).
    4. Ómældu, lítt hreinsuðu fræi erlendra grastegunda var dreift um landið.
    5. Votlendi var raskað með skurðgreftri.
    6. Mólendi var spillt í stórum stíl og lagt undir túnrækt.

Ekki er vitað til þess, að Hjörleifur hafi beitt sér í þessum málum, þegar hann hugsanleg gat haft einhver áhrif. En nú telur Hjörleifur loks, að tími sé kominn til að hefjast handa og leggur hann til „sjálfgræðslu lands“ en umfram allt beri að uppræta lúpínu, sem er í þann  mund að leggja íslenzkt gróðurríki í rúst. – Sannast sagna hljóma þessar tillögur Hjörleifs ekki viturlegar. Það eru til aðrir og hnýsilegri kostir.

Eiginlega er ekkert við þetta að bæta nema það að Guttormslundur á Hallormsstað er nefndur eftir föður Hjörleifs. Þar voru þar gróðursettar 5000 útlenskar lerkiplöntur.

Sumir halda því fram að lúpínan ekki „íslensk“ en gleyma því eða vita ekki að fjölmargar plöntur það líka. Og hvað er eiginlega íslensk planta?

 

0J2B9777

Skógrækt

Ágúst H. Bjarnason dáir ekki lúpínuna vegna litarins eða hversu útbreidd hún er. Hann hampar henni vegna niturframleiðslunnar, efnisins sem skortir svo bagalega í íslenskri jörð að gróður á mjög erfitt uppdráttar. Lúpína framleiðir nitur eða köfnunarefni  og þess vegna þrífst annar gróður betur þar sem hún hefur vaxið. Og það er rangt sem margir halda, að hún víki ekki. Rannsóknir hafa sýnt það mjög skýrlega.

„Vörn“ gegn lúpínu liggur í augum uppi og hún er fólgin í skógrækt. Lúpínan kann ekki við sig í skugga hærri plantna og hörfar því. Kostnaður við skógrækt er margfalt minni en við slátt lúpínu, eitrun eða upprif hennar. Þar að auki verður landið allt miklu fegurra þegar skógrækt er sinnt í lúpínubreiðum.

Gott er að ljúka þessum pistli á annarri tilvitnun í manninn sem vitnað er til hér í upphafi, Aðalstein Sigurgeirsson. Hann lét hafa á eftir sér á fésbókinni:

... að helsta umhverfisógn sem steðjar að Íslandi sé hvorki „framandi, ágengar“ plöntur né fiskeldi í fjörðum Austfjarða eða Vestfjarða. Versta ógnin er landhnignun af mannavöldum. Þeirri landhnignun hefur hins vegar tekist að ávinna sér traustan hefðarrétt í landinu.

Sárgrátlegt að að hugsa sér hversu margir telja auðnir DSC_2146landsins vera hið upprunalegra útlit þess og ekki megi snerta við þeim heldur eigi þau að gróa upp af sjálfu sér á næstu hundruðum ára. Hversu fjarstæðukennd er ekki þessi skoðun?

Myndirnar:

1. Efsta myndin er tekin við Gíslalæk í Kjós

2. Sunnan við Grímsstaði á Fjöllum.

3. Í Langadal á Möðrudalsheiði.

4. Skógræktin við Silfrastaði í Skagafirði.

5. Óuppgræðanlegt Mælifell og illa farið land þar fyrir vestan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef aldrei skilið þetta ofstæki gegn lúpínuni, frábær planta sem græðir landið og er falleg.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 6.7.2017 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband