Hrynur verð á notuðum bílum á næstunni?

BílasalaLíklega hefur enginn þorað að segja þetta fyrr en Guðfinnur S. Halldórsson, bílasali, bendir á það í frétt í Morgunblaði dagsins, að verð á notuðum bílum sé of hátt.

Ég er sammála honum og hef sjaldan séð jafnmarga bíla á bílasölum höfuðborgarinnar eða á bilasolur.is. Og verðlagið ... maður lifandi! Það er alltof hátt.

Hvað finnst þér, lesandi góður um þessi dæmi:

  • Toyota Landcruser jeppa, árgerð 2003, ekinn tæplega 400 þúsund km á 1,5 milljón króna?
  • Eða sömu tegund, ellefu ára gamla á 3.000.000 milljónir króna?
  • Eða tíu ára gamalan Subaru Forester á eina og 1,5 milljón ...
  • Eða tólf ára gamla Hondu CR-V ES á 1,2 milljónir ...

Ofangreind dæmi eru til vitnis um að notaðir bílar eru verðlagðir alltof hátt. Má vera að það séu bílasalar sem halda verðinu uppi eða þá eigendur sem vilja auðvitað fá nógu mikið fyrir bílinn sinn. Skiptir ekki máli. Óseldir bílar hrannast upp hjá bílasölum.

Staðreyndin er einfaldlega sú að framboðið er meira en eftirspurnin. Einstaka umboð hafa komist upp með að halda verði notaðra bíla uppi með handafli svo mismunurinn á milli nýrra og notaðra er ansi lítill. Hver er þá hvatinn til að kaupa notaðan bíl?

Mér segir svo hugur að á næstunni hrynji verð notaðra bíla um að minnsta kosti 25%. Það mun þá leiða til þess að verð á nýjum bílum mun lækka því bifreiðaumboðin munu alls ekki sitja með hendur í skauti enda geta margir sem kaupa notaða bíla hugsað sér að kaupa frekar nýja.

Má vera að það sé rétt sem Guðfinnur, bílasali, segir í Moggaviðtalinu, að það bílaleigur skekki markaðinn og þær reyni að halda uppi verði á notuðum bílaleigubílum. Að minnsta kosti er það ekki nein tilviljun að flestar stærri leigurnar eru með eigin bílasölur og bjóða þar að auki rekstrarleigu á notuðum bílum til lengri og skemmri tíma. Þetta bendir til þess að markaðurinn sé tregur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Þakkarvert mjög: að þú skulir koma inn á þetta mál / enn eina: birtingarmynd sér- íslenzka okursins, á bílamarkaðnum, Sigurður.

Jú - jú, Guffi veit alveg, hvað hann syngur, hafa verandi á 5. áratug starfandi, sem bílasali.

Verð notaðra bíla: mætti hrynja um 75% alla vegana, Sigurður, ekki hvað sízt, sé mið tekið af Tölvu strögglinu (nemar og skynjarar) í þeim:: sérílagi, eftir 2000 / ég tala nú ekki um 2005 og þaðan af yngri bílanna.

Hóflaus kostnaðar auki - sem þar um ræðir, fyrir hvern og einn bíleiganda.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2017 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband