Logi formaður leggur aðeins til formælingar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur greinilega farið á skyndinámskeið fyrrum formanna flokksins. Hann kann alla frasanna, allar „blammeringarnar“ sem og annað nauðsynlegt til að sýnast vera ábyrg stjórnarandstaða. Frétt mbl.is þar sem vitnað er í „nýársbréf“ formannsins til flokksmanna er merkileg þó bréfið virðist ekki vera það.

Formaðurinn stundar ómerkilegar ófrægingar. Slíkt mun ekki skila honum árangri, hvorki í fjölgun atkvæða né heldur mun álit á honum aukast.

Hið eina sem Logi virðist kunna er að tvinna saman gamalkunnug stef úr fornlegri stjórnmálabaráttu hér á landi. Hins vegar veit hann ekki að nú eru komnar nýjar kynslóðir sem eru aldar upp við gjörólík skilyrði en þau sem voru þegar þessi slagorð spruttu upp.

Afleiðing þess að Samfylkingin þekkir ekki aðstæður er einfaldlega sú að Samfylkingin er við það að þurrkast út. Logi hefur lært af fyrri formönnum, þeim sem komu flokknum á kaldann klaka. 

Ekkert í frétt mbl.is bendir til þess að formaðurinn hafi nokkurn áhug á framtíðinni, hann leggur ekkert annað til en formælingar. Mikið ákaflega er það sorglegt.


mbl.is Stjórn um „óbreytt ástand“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sannleikurinn er sár.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.1.2017 kl. 17:15

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mikið er ég sammála þér Sigurður, mér fannst ég vera að hlusta á Oddnýju Harðardóttir þegar Logi fór að tjá sig um nýja stjórnarsáttmálann. Sama neikvæða loðinmullan.

Ragnhildur Kolka, 10.1.2017 kl. 19:07

3 Smámynd: Hrossabrestur

Já Jón Ingi sannleikurinn um örlög Samfylkingarinnar er mjög sár fyrir þig en gleður okkur hin alveg óskaplega og enn meira þegar Samfylkingin verður endanlega öll.

Hrossabrestur, 10.1.2017 kl. 22:14

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábær grein, hjá þér Sigurður og 100% rétt en auðvitað er sárt fyrir RÉTTTRÚNAÐAR LANDRÁÐAFYLKINGARMANN eins og Jón Inga, að fá sannleikann svona umbúðalaust......

Jóhann Elíasson, 11.1.2017 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband