Fordćmingin og bölbćnir ...
10.1.2017 | 11:23
Fordćming og bölbćnir eru nćrri ţví lenska í íslenskum stjórnmálum. Síst af öllu eru margir stjórnmálamenn ţannig innrćttir ađ ţeir geti óskađ öđrum velfarnađar.
Mér datt ţetta í hug ţegar ég las í einhverjum fjölmiđlinum orđ fyrrverandi forsćtisráđherra sem telur ađ ný ríkisstjórn sé sú versta sem hann hefđi getađ hugsađ sér. Hvorki meira né minna.
Svipađar hugrenningar eru ćttađar frá ýmsum fólki í stjórnmálaflokkum sem ekki eiga ađild ađ ţessari nýju ríkisstjórn.
Fariđ ţiđ í rass og rófu, vonandi gengur ekkert upp hjá ykkur. Viđ munum gera tilveru ykkar ađ algjöru helv...
Svona er viđhorfiđ í stuttu máli.
Eftir hruniđ töluđu margir fjálglega um ađ breyta orđrćđunni í íslenskum stjórnmálum, auka veg og virđingu Alţingis og stjórnsýslunnar.
Ţađ sem merkilegast er viđ ţessar hugmyndir er ađ ţeir sem hćst göptu um ţćr eru enn hrópendur af gamla skólanum, ţeir iđka formćlingar en leggja mun minni áherslu á rökrćđur og hávađalausar umrćđur. Má vera ađ ţeir geti ekki slíkt.
Á ţinginu sitja ţeir súrir eftir sem mistókst ađ mynda ríkisstjórn og reyna í stađ uppbyggilegs starfs ađ ala fyrirfram (svona til vonar og vara) á tortryggni og mála skrattann á vegginn í svart-hvítum litum.
Af hverju segir enginn eitthvađ á borđ viđ ţetta?
Viđ óskum nýrri ríkisstjórn velfarnađar og vonumst til ađ hún standi ađ sem flestum ţjóđţrifamálum, stuđli ađ uppbyggingu heilbrigđiskerfisins, bćti kjör hinna lćgst launuđu, komi til móts viđ ţarfir aldrađra og öryrkja og skapi enn betri skilyrđi fyrir ţjóđina til ađ blómstra og ţrífast.
Vissulega er ţörf á ađhaldi stjórnarandstöđum, fólki sem hefur ákveđnar og andstćđar skođanir viđ ţá sem mynda meirihlutann. Gáfur, skynsemi og farsćld verđur ekki til međ ţví einu ađ mađur utan úr bć setjist í ráđherrastól. En öllu má ţó ofgera.
Nú hef ég hreinlega áhyggjur af ţví ađ undirstöđuatvinnuvegir ţjóđarinnar og byggđir landsins séu í verulegri hćttu. Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá neinum hvernig Viđreisn og Björt framtíđ hafa talađ um ţau mál og mér sýnist ađ ţar eigi ađ láta til skarar skríđa.
Á sama tíma bíđur uppstokkun fjármálakerfisins og sala gígantískra verđmćta sem ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstćđisflokks náđi ađ fćra til ríkisins frá kröfuhöfum. Ég gćti ekki hugsađ mér verri ríkisstjórn til ađ halda utan um ţau mál.
Ţetta segir fyrrverandi formađur Framsóknarflokksins og fyrrum forsćtisráđherra í vefritinu pressan.is. Hann sendir Sjálfstćđisflokknum kalda kveđju, var hann ţó í ţrjú ár í nánu samstarfi viđ flokkinn. Nú eru allt í einu undirstöđuatvinnuvegir ţjóđarinnar í hćttu sem og byggđir landsins. Halda mćtti ađ sá fyrrverandi sé ađ rćđa um hryđjuverkasamtök, ekki fyrrum samstarfsfólk í ríkisstjórn og kollega á Alţingi.
Svona tal ćtti ađ heyra fortíđinni til, ţeim tíma er upphrópanir dugđu en röksemdirnar hurfu í moldryki. Ţannig hélt mađur ađ vćru ekki viđhorfin í Framsóknarflokknum en eru kunnugleg úr ranni Vinstri grćnna.
Held ađ ţetta sé ein ljótasta bölbćn sem nokkur ríkisstjórn hefur fengiđ í vegarnesti og er honum biđur síst af öllu til sóma.
Ţađ eina sem vantar hjá manninum er ađ hann fremji svokallađan voo doo seiđ sem ţekktur er á eyjum í Karabíahafinu. Ţar er víst margt annađ iđkađ sem ekki ţolir dagsljósiđ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Athugasemdir
"Ţar er víst margt annađ iđkađ sem ekki ţolir dagsljósiđ."
Ertu ţarna ađ vísa til dráttarins á ađ birta skýrslu um aflandseignir? ;-)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 10.1.2017 kl. 11:46
Var sú skýrsla skrifuđ ţar, Bjarni Gunnlaugur?
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 10.1.2017 kl. 11:48
Ekki mér vitanlega, annars virđist enginn vita neitt um ţessa skýrslu sem virtist ekki ţola dagsljósiđ fyrir kosningar (meira ađ segja dagsettningin ţurkađist út líklega fyrir áhrif skammvins dagsljóss).
En hvađ sagđi nú Benedikt aftur um ţennan nýja félaga sinn, ađ hann hefđi sýnt ţarna dómgreindarbrest? Já og fyrrverandi formađur Sjálfstćđisflokksins talar um alvarleg mistök ađ birta ekki skýrsluna fyrir kosningar.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 10.1.2017 kl. 11:56
Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráđherra lét skrifa skýrsluna en birti hana ekki fyrir kosningar. Ég tek undir međ ţeim sem segja ađ ţađ hafi veriđ mistök, raunar mikil mistök.
Hins vegar er ţetta ekki efni pistilsins hér fyrir ofan.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 10.1.2017 kl. 12:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.