Hæstiréttur dæmdi Svandísi Svavardóttur seka
9.1.2017 | 16:46
Um leið og ný ríkisstjórn virðist komin á koppinn eru þingmenn Vinstri grænna komnir í gamla gírinn. Þeir komust ekki í ríkisstjórn og eru nú með ólund.
Ekki eru nema tvær vikur síðan þingheimur fagnaði eftir að hafa samþykkt fjárlögin nær einum rómi. Af því tilefni datt fjölmörgum í hug að nýir tímar hefðu runnið upp, þar sem þingmenn úr ólíkum flokkum hefðu lært að vinna saman, landi og þjóð til heilla.
Nei, þetta voru falsvonir. Ekkert hefur breyst hjá Vinstri grænum. Kommaliðið skiptir reglulega um nafn og á það nýjasta hefur ansi vel fallið á.
Hin hýra og káta Svandís Svavarsdóttir vill nú vita hvort umboðsmaður Alþingis sé sammála henni um að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, hafi gerst brotlegur við siðareglur ráðherra vegna þess að hann lagði ekki fram skýrslu sína um eignir Íslendinga í aflandsfélögum á þeim tíma sem henni hentaði.
Auðvitað er þetta alveg hrikalega illa að verki staðið hjá Bjarna. Hann hefur þó ekki fengið á sig dóm vegna embættisfærslu sína eins og sumir. Nefnum bara nafn eins ráðherra. Sá heitir Svandís Svavarsdóttir og var umhverfisráðherra í alræmdri ríkisstjórn sem kennd var við Jóhönnu og Steingrím.
Hæstiréttur dæmdi 2011 að Svandís ráðherra hafi ekki haft heimild til að hafna tillögu sveitarstjórnar Flóahrepps um aðalskipulag sem gerði ráð fyrir virkjun við Urriðafoss. Það hafði hún þó gert af því að hún hélt að hún kæmist upp með það. Dómurinn gerði hana hins vegar afturreka með málið og neyddist hún um síðir til að staðfesta skipulagið.
Þetta minnir mann á að varhugavert er að stunda grjótkast úr glerhúsið.
Telur Bjarna hafa brotið siðareglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt Sigurður,
Flóamenn höfðu sigur í Héraðsdómi og Hæstiréttur staðfesti þann dóm. Fimm dómarar Hæstaréttar voru einhuga um niðurstöðuna. Dómurinn var mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra sem braut gegn fyrirmælum laga við ákvörðun sína og fór ekki eftir lagatextanum. Sveitastjórn fór hins vegar að öllu leiti, efnislega, málefnalega og löglega rétt að sínum ákvörðunum.
Við þetta má líka bæta að synjun Svandísar hafði þær afleiðingar að Landsvirkjun ákvað að fresta öllum viðræðum við fjölda erlendra fyrirtækja sem óskað höfðu eftir orkukaupum.
Ég get alveg tekið undir með Páli Vilhjálmssyni þegar hann segir að Svandís sé vangefnasti þingmaður Íslandssögunnar.
Valur Arnarson, 9.1.2017 kl. 17:18
Bestu þakkir fyrir innlitið, Valur.
Ég fer nú ekki fram á meira en að þingmenn sýni vilja til að vinna saman og leggi af slagsmál og leiðindi. Ef til vill er það til of mikils mælst.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.1.2017 kl. 17:22
Í blindri flokkshollustu og blindri foringjahollustu koma oft svona merkileg tilskrif eins og hjá Sigurði besservisser Sigurðssyni.
Rétt mun að í álitaefni um valdsvið umhverfisráðherra gagnvart sveitarfélögum dæmdi Hæstiréttur sveitarfélagi í vil.
Hér er annað álitaefni um framgöngu ráðherra sem er eiginlega miklu alvarlegra því að það virðist hafa verið vísvitandi framganga til að komast hjá óþægilegri umræðu fyrir Alþingiskosnigar. Og með því að leyna upplýsingum sem lágu fyrir. Sem er mjög alvarlegt mál. Aðalatriðið varðandi þessi tilskrif er að þau eru algerlega ótengd og sama hvaða niðurstöðu hæstiréttur komst að fyrir fimm eða sex árum þá breytir það engu um það verulega alvarlega mál sem nú hefur komið upp. En flokkssnatarnir eru auðvitað komnir á fullt til að reyna að beina athygli fólks annað. ÞAð mátti vissulega búast við því, en vonandi dugir það ekki.
Steinar Frímannsson (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 17:22
Steinar Frímannsson,
Þetta mál er stromur í vatnsglasi - og til þess gert að búa til "brjálað ástand" - hannað af vinstri flokkunum, RÚV og Stundinni.
Bjarni fékk skýrsluna í hendurnar 5. október, þá voru 8 dagar eftir af þinginu (mínus 8. og 9. Okt sem voru laugardagur og sunnudagur) sem sagt 6 dagar af störfum þingsins sem er engan vegin nóg til að fjalla um mikilvægt mál sem þetta.
Ég er ekki "blindur í flokkshollustu" eða "foringjahollustu" enda hef ég oft gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn.
Valur Arnarson, 9.1.2017 kl. 18:02
Sem betur fer mega allir leita réttar síns, óháð því hvort þeir hafi áður verið dæmdir sekir í öðrum og óskyldum málum.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2017 kl. 19:36
Það er nóg að líta á myndina af henni hérna fyrir ofan, ólundarsvipurinn segir allt um karakterinn.
Hrossabrestur, 9.1.2017 kl. 20:59
Mér finnst einkennilegt að ekki skuli nein áhersla lögð á efni og niðurstöður skýrslunnar. í stað þess er þráttað um keisarans skegg og slegist við strámenn sem engu skipta. Eiginlega sama syndrome þegar rifist var út í eitt um dagsetningu nýrra kosninga í stað þess að ræða ástæður þeirra.
Svanhildur er hinn eilifi kíkóti sem byggir sínar vindmyllur sjálf og af einhverri óskiljanlegri ástæðu þá fær hún fjölmiðla með í slaginn í hvert sinn. Manneskjan er gersamlega óhæf til að þjóna fólkinu í landinu,menda hefur það aldrei verið hennar tebolli. Útblasið egó í leit að meira lýsti henni betur.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2017 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.