Ef aðrir myndu menga svona mikið ...

IMG_7919Mengunarvöldunum er oftast næstum því alveg sama þótt þeir skaði umhverfið. Þannig er ástandið um áramót. Mínir flugeldar og blys valda ekki mengun, hvað þá stóru stjörnuljósin og alveg pottþétta ekki brennan sem ég stóð við á gamlaárskvöld. Það voru hinar brennurnar, hinir sem skutu upp rakettum og kveiktu í blysum sem menguðu.

Sama er með nagladekkin. Alveg hrein makalaust hvað margir keyra um á nagladekkjum, alveg frá byrjun október og jafnvel fram í júní. Aldrei er ég með nagladekkin svona lengi undir, í mesta lagi frá nóvember og fram í apríl.

Ef allir hefðu jafn brenglaða hugsun og ég væri mengunin miklu meiri vegna þess að svifryksmengunin eykst með meiri notkun nagladekkja.

Auðvitað er rosalega gaman að skjóta upp rakettum og stemningin er gríðarlega skemmtilegt. Nagladekkin veita manni svo ossalega mikið öryggi þessa þrjá daga sem þeirra er virkilega þörf.

Hvers vegna skjótum við upp flugeldum á gamlaárskvöld og áramót? Er það álíka mikilvægur siður og að höggva niður grenitré á heiðum Jótlands og flytja inn hingað til lands og kalla „jólatré“? Eða er það vegna þess að við erum að styrkja björgunarsveitir landsins?

Björgunarsveitunum vantar fé til reksturs síns, það er óumdeilt. Er það hins vegar ekki dálítið mikið í lagt að kaupa rakettur frá Kína, þar sem rafmagnið er fengið úr orkuverum sem kynnt eru með kolum. Skoteldarnir eru svo fluttir inn með skipum yfir meira en hálfan hnöttinn. Kolefnisfótspor rakettunnar minnar og stóru tertunnar þinnar er því rosalega mikið.

Er ekki ástæða til að hugleiða þetta?

Nagladekk eru gagnslaus í snjó. Það eiga allir ökumenn að vita. Á suðvesturhorninu koma afar sjaldan upp þær aðstæður að nauðsynlegt er að nota þau. Þetta er svipað og að ganga í stígvélum alla daga vegna þess að hugsanlega verður drullupollur á vegi manns. Stígvél eru þarfaþing en oftast hægt að krækja fyrir pollinn. Einnig er hægt að sleppa því að aka í vinnuna þessa þrjá daga á ári sem hugsanlega er þörf á nagladekkjum.

Ég væri til í að sleppa að kaupa rakettur og skottertur um áramótin, láta stjörnuljósin duga og eyða peningunum í að kaupa eitthvað annað af björgunarsveitum landsins, jafnvel afhenda þeim þessar tuttugu og fimmþúsund krónur í seðlum ... 

Í sannleika sagt hef ég ekki notað nagladekk í nærri tuttugu ár og hef ekki í hyggju að gera það. Að vísum komu upp nokkur atvik er ég bjó úti á landi að betra hefði verið að vera með nagla. 

Þeir sem valda mengun eru oft kærulausir um gerðir sínar. Við, borgararnir erum þó haldnir mikilli tvöfeldni.

Hefði eitt eða fleiri fyrirtæki verið völd að því að styrkur svifryks hefði á nýársnótt verið 1.451 míkrógrömm á rúmmetra þá hefði fjandinn orðið laus. Við, hinir sómakæru sem ökum á nagladekkjum, skjótum upp rakettum, kveikjum í brennum og erum með jólatré frá Jótlandi, myndum umsvifalaust kæra þessi fyrirtæki. Jafnvel safna undirskriftum og krefjast að þeim væri lokað.

Sem rökstuðning myndum við benda á að heilsu barnanna okkar væri stefnt í voða.

Myndin er tekin á horni Ægissíðu og Hofsvallagötu í Reykjavík á nýársnótt.


mbl.is Mengun langt yfir heilsuverndarmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband