Katrín og Steingrímur eru ólík en sammála um skatthćkkanir
22.11.2016 | 16:43
Ţađ hefur veriđ mjög góđur andi í ţessari vinnu, málefnaleg og góđ skođanaskipti. Í okkar hópi er ekkert uppnám af einu né neinu tagi. Og fjarri ţví ađ ţar sé unniđ međ einhverjum hótunum. Ţetta er ţađ sem heitir á góđri íslensku rakalaus Moggalygi.
Ţetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum allsherjarmálaráđherra í vinstristjórninni 2009 til 2013, í viđtali viđ visir.is. Hann heldur ţessu fram vegna fréttar Morgunblađs dagsins um ađ Vinstri grćnir áformi skattahćkkanir verđi af myndun fimmflokkaríkisstjórnarinnar (langt orđ).
Steingrímur gapir vel ađ vanda enda orđhákur mikill. Formađur Vinstri grćnna, Katrín Jakobsdóttir, sagđi hins vegar á Facebook:
Ţessar áherslur Vinstri grćnna ćttu ekki ađ koma neinum á óvart. Viđ lofum nefnilega ekki auknum útgjöldum í heilbrigđisţjónustu og skólamálum (sem allir segjast vilja) nema viđ teljum ađ viđ getum aflađ tekna á móti og ađ ţeirra tekna sé aflađ međ réttlátum hćtti.
Eins og vant er ţarfnast orđ Katrínar túlkunar viđ. Lausnarorđin hjá Katrínu eru feitletruđ. Sem sagt, Vinstri grćn ćtla ekki ađ afla tekna međ óréttlátum hćtti ...
Ţá er ţađ spurningin hversu langt nćr réttlćti hennar yfir sjálfsaflafé almennings. Viđ fengum ađ kynnast ţví međan Katrín var menntamálaráđherra í vinstri stjórninni sem kennd er viđ Steingrím og Jóhönnu.
Hún samţykkti skattlagningu á almenning á ráđherratíma sínum og líklega heldur hún ţví fram ađ allar skatthćkkanirnar sem hún og Steingrímur stóđu ađ hafi veriđ réttlátar ...
Af ţessum tveimur tilvitnuđu orđum Steingríms og Katrínar eru ţau sammála um ađ hćkka ţurfi skatta. Ţá stendur ţađ út af borđinu hvađ sé Moggalygi og hvađ ekki eđa ţá ekkert.
Eflaust ríkir hinn mesti friđur viđ borđ formannanna sem eru ađ reyna ađ mynda ríkisstjórn. Kattasmölunin er ekki enn í umrćđunni.
Katrín Jakobsdóttir talar flátt. Ţegar hún segist ćtla ađ afla tekna međ réttlátum hćtti á hún viđ skattahćkkanir og ţá er vissara ađ gćta ađ sér.
Ćtti ekki ađ koma á óvart | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og ekki bara ţađ, heldur munu ţessar auknu skatttekjur alls ekki fara til ţeirra mála sem hún nefnir. "Katrín segir á Facebook ađ til ţess ađ geta ráđist í nauđsynlegar ađgerđir í heilbrigđismálum, menntamálum og til ţess ađ leiđrétta kjör aldrađra og öryrkja ţurfi ríkissjóđur auknar tekjur." Ţetta er allt saman bull.
Ţegar ógćfustjórn Jóhönnu Sig. og Steingríms geisađi fór ekkert af auknum álögum í ţessa málaflokka nema etv. óţörfustu deild H.Í. og alls konar óţarfa međan stjórnin kappkostađi ađ viđhalda kreppunni. Svo ţegar sú ríkisstjórn hćkkađi veiđigjaldiđ, ţá var ţađ eyrnamerkt fyrir óţarfa byggingu viđ Suđurgötu, ekkert af ţeim milljörđum átti ađ fara í ofangreinda málaflokka.
Ţađ er rétt hjá ţér, Sigurđur, ađ Katrín er jafn fláráđ og Steingrímur, og hefur augsýnilega erft pólítísku fávizkuna af honum.
Pétur D. (IP-tala skráđ) 22.11.2016 kl. 20:28
Ef ég man rétt var Katrin Jakobsdóttir dugleg sem mentamálaráđherra og međal annars tók ţátt í ţví ađ tvöfalda skúffupeninga ráđherra og hćkkađi innöngugjald í HI sem ţví nemur ekki sem verst
Hakon Isaksson (IP-tala skráđ) 22.11.2016 kl. 21:08
Já, ţetta pakk hugsar alltaf fyrst og fremst um sjálft sig.
Pétur D. (IP-tala skráđ) 22.11.2016 kl. 22:10
Áherslan verđur eflaust ađ koma meira fé í umferđ á Höf-svćđinu, međ auknum álögum á ţćr atvinnugreinar sem mikilvćgastar eru vítt og breitt um landiđ.
Ţađ vćri nú fínt, núna á ţenslutímum, ađ gusa eins og 50-100 milljörđum í spítalasteinsteypu í miđbć Reykjavíkur, ekki satt ?
Hálendisţjóđgarđsmáliđ ber ađ sama brunni: Ef af verđur bćtist viđ enn ein ríkisstofnunin í 101 Rvk međ tilheyrandi stjórnunarstöđum og góđu hređjataki á ţeim sem búa - og vilja búa - annars stađar en á litla tanganum milli Skerjafjarđar og Engeyarsunds.
Ţórhallur Pálsson, 23.11.2016 kl. 09:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.