Talsmáti framkvæmdastjóra Icelandair hótela

Já, Canopy by Hilton og við erum fyrsta hótelið worldwide og Reykjavík er up and coming áfangastaður sem að komandi kynslóðir elska með náttúruna okkar og kúlturnum okkar og þar af leiðandi var þetta bara svona match made in heaven að við myndum verða fyrsta destinationið til að opna hótelið.

Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður, vekur í pistli athygli á ofangreindum orðum framkvæmdastjóra Icelandair hótela í viðtali við Stöð2, sjá hér. Sagt er frá opnum hótels sem ekki er einu einnig hægt að durslast til skíra íslensku nafni.

Er það annars ekki rétt munað hjá mér að flugvélar Icelandair eru skírðar rammíslenskum sérnöfnum? Hvað hefur breyst hjá fyrirtækinu?

Sannast sagna er alveg grátbroslegt að fylgjast talsmáta fjölda fólks sem vart getur tjáð sig á íslensku öðru vísi en með enskuslettum. Yfirleitt veldur einhver minnimáttarkennd þessu. Ég man til dæmis ekki eftir því að forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, hafi slett ensku í þeim útvarps- eða sjónvarpsviðtölum sem ég hef heyrt. Er eitthvað að breytast hjá Icelandair?

Enskan sækir á íslenskt mál, rýrir það og breytir því. Vandamál bæði fullorðinna og einnig ungs fólks er kæruleysi á borð við talsmáta framkvæmdastjórans hér að ofan, rýr orðaforði sem er afleiðing minnkandi bóklesturs og almenn andskotans leti.

Ó ... svo gleymdi ég nefna að nefna þykistuleikinn, að sletta ensku til að sýnast vera eitthvað annað og meira en fólk í raun og veru er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er algjört "bullshit"!

Kristján Jón Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband