Illa hönnuð göngubrú virkar eins og stífla
21.11.2016 | 08:29
Jákvætt er að borgaryfirvöld skuli hafa sett brýr yfir Elliðaárnar, aðra rétt fyrir ofan gamla og ljóta rafstöðvarhúsið og hina við göngin undir Reykjanesbrautina.
Vandinn er bara sá að í vatnavöxtum hefur vestari áin alltaf flætt úr farvegi sínum við undirgöngin.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var 8. október 2015 sést hvernig flæðir upp úr farveginum. Þarna var auðvitað ófært enda fáir sem hvort eð er fóru þarna um.
Síðan var byggð brú á þessum stað og aðstæður gjörbreyttust. Hönnuðir vissu greinilega ekki að vatnavextir hækka yfirborð á, annars hefðu þeir haft brúna bogadregna eða hækkað hana örlítið.
Þess vegna er hún fyrirstaða þegar vex í ánni, rétt eins og sést á meðfylgjandi mynd sem tekin var 14. október 2016. Einnig má hér benda á góða mynd á mbl.is.
Brúin er breið og góð og er í beinu framhaldi af göngu- og hjólastígunum. Gallinn er bara sá að hún tekur á sig vatn, virkar eins og stífla, og veitir því að hluta að mynni undirganganna sem liggja aðeins lægra og þar myndast stundum stór pollur, gangandi og hjólandi umferð til leiðinda.
Vatnsyfirborðið nærri brúnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var brúin nokkuð keypt í rúmfatalagernum?
Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2016 kl. 15:14
Nei, það held ég ekki. Hún virðist rétt saman sett, ansi burðug en hefði mátt vera hálfum metra hærri, þá myndi vatnið aldrei ná upp í hana.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.11.2016 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.