Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Mikill skjálfti í Bárðarbungu
19.11.2016 | 21:36
Ekki telst til tíðinda þó jörð skjálfi nema mikill skjálft mælist. Í gærkvöldi hófst skjálftahrina í norðanverðri Bárðarbungu. Um tuttugu skjálftar, eitt stig eða meiri, hafa orðið þarna á einum sólarhring, það er frá því um kl. 19 í gærkvöldi.
Merkilegast er að einn skjálfti náði að verða 4 stig, sem er nú frekar sjaldgæft. Annars voru samtals sex skjálftar stærri en þrjú stig. Allir eru skjálftarnir á mismunandi dýpi, allt frá 100 m undir yfirborði og niður í átta km.
Á meðfylgjandi korti frá Veðurstofunni sjást upptök skjálftanna.
Skjálftar yfir þremur stigum eru merktir með stjörnu. Hrinan er eins og vant er í norðurhluta Bárðarbungu, líklegast á jaðri öskjunnar.
Vinstra megin á kortinu er Tungnafellsjökull og nyrst í Vatnajökli er Dyngjujökull.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 27
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1647015
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 108
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigurður. Jarðskjálfti í nótt, og mig dreymdi undarlegan draum í nótt. Að ég væri komin aftur til Noregs ásamt fjölmörgum öðrum Íslendingum. Það var eiginlega Íslendinganýlenda þarna. Ég leigði íbúð hjá sama fólki og ég geri í dag, sem höfðu víst líka farið þangað.
Datt í hug að kíkja á fréttirnar á netinu í morgun, til að athuga hvort einhverjar stórfréttir væru, en það var bara skaðlaus ca 4. stiga skjálfti sá stærsti.
Svo þetta var bara saklaus og merkingarlaus Noregsflótta-nýlendudraumur, sem betur fer. Það er ekki öll vitleysan eins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.11.2016 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.