Pattstaða í pólitíkinni og krafa um nýjar kosningar

Pattstaða er komin upp í íslenskum stjórnmálum. Eftir að Sjálfstæðisflokknum mistókst að mynda stjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð er fátt bitastætt eftir. 

Í stuttri en skilmerkilegri frétt á mbl.is er grein gerð fyrir möguleikum formanns VG á ríkisstjórnum. 

Þeir eru þessir:

Þriggja flokka rík­is­stjórn­ir:

VG + Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn + Pírat­ar = 41 þingmaður, 10+21+10

VG + Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn + Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn = 39 þing­menn, 10+21+8

VG + Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn + Viðreisn = 38 þing­menn 10+21+7

VG + Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn + Björt framtíð = 35 þing­menn 10+21+4

VG + Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn + Sam­fylk­ing­in = 34 þing­menn 10+21+3

Fjög­urra flokka rík­is­stjórn­ir:

VG + Pírat­ar + Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn + Viðreisn = 35 þing­menn, 10+10+8+7

VG + Pírat­ar + Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn + Björt framtíð = 32 þing­menn, 10+10+8+4

Fimm flokka rík­is­stjórn­ir:

VG + Pírat­ar + Viðreisn + Björt framtíð + Sam­fylk­ing­in = 34 þing­menn, 10+10+7+4+3

VG + Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn + Viðreisn + Björt framtíð + Sam­fylk­ing­in = 32 þing­menn, 10+10+7+4+3

Samkvæmt yfirlýsingum formanns Vinstri grænna kemur samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ekki til greina. Raunar hafa flokksmenn VG látið að því liggja að samstarf við Framsóknarflokkinn komi ekki heldur til greina.

Einn kostur í stöðunni

Aðeins einn kostur er þá eftir og það er fimm flokka ríkisstjórn VG, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Sú ríkisstjórn yrði nyti stuðnings 34 þingmanna, eins tveggja manna meirihluta. Það yrði ekki ásættanleg ríkisstjórn þegar litið er á hversu frábrugðnir flokkarnir eru, sérstaklega sker Viðreisn sig frá hinum, og ansi ólíklegt að sá flokkur láti til leiðast.

Neita samstarfi

Stjórnmálaflokkarnir hafa málað sig út í horn með því að neita að starfa með einstökum öðrum flokkum. Til viðbótar kemur sú einfalda staðreynd að hin skítuga orðræða í pólitíkinni hefur verið slík á undanförnum árum að mikið þarf til þess að til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geti sætt sig við samstarf við Vinstri græna og Pírata.

Niðurstaðan er einfaldlega sú að annað hvort verða forystumenn flokkanna, þingmennirnir, að sættast við aðra flokka og mynda ríkisstjórn. Kostirnir eru þriggja flokka ríkisstjórn VG og Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokkinn, Viðreisn eða Bjarta framtíð sem þriðji flokkurinn.

Orðræðan undanfarin ár

Fjöldi Sjálfstæðismanna leggst hart gegn samstarfi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Þeir telja að flokkurinn muni setja mikið niður með því að starfa með fólki sem hefur stundað róg um Sjálfstæðisflokkinn í langan tíma. Slíkt verður ekki verið fyrirgefið á samri stundu og tilboð um ráðherrastóla býðst og ekki heldur þó forsætisráðherrastóllinn sé innifalinn.

Í Sjálfstæðismönnum er mikil þykkja gagnvart VG og fleiri flokkum. Það er ómögulegt ástanda og bendir aðeins til þess eins að orðræðan í íslenskri pólitík er ónýt og eyðileggjandi fyrir þjóðina. 

Stjórnmál geta ekki gengið út á róg, ruddaskap og hálfsannleika en þannig er það nú hjá mörgum stjórnmálaflokkum, sérstaklega í Vinstri grænum. Er þá nokkur furða þó Sjálfstæðismenn hafni samstarfi við flokkinn.

Nýjar kosningar

Eina staðan í stjórnmálum er að kjósa aftur. Flokkarnir verða að leita til þjóðarinnar og láta hana leysa úr þeirri pattstöðu sem komin er. Líklegast er best að kjósa í febrúar og starfsstjórn Sjálfstæðiflokksins og Framsóknar starfi þangað til.


mbl.is Hvaða kosti hefur Katrín?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kjósa aftur! Ætlar þú að breyta þínu atkvæði Sigurður?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.11.2016 kl. 12:11

2 identicon

Kjósa aftur! Hverju á það að breyta?? Til að það verði enn meiri pattstaða?

Ég hélt einmitt að Sjálfstæðismenn væru svo spenntir fyrir VG, það er a.m.k. að sjá á öllum fréttum, en ekki öfugt...

Skúli (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 14:09

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Skoðanakönnun sem birt var í morgun og gerð af MMR sýnir breytingar á fylgi.

Pattastaða getur ekki hverið meiri eða minni. Hún er bara pattstaða, ekki tómatsósa.

Þekki ekki neinn Sjálfstæðismann sem hefur áhuga á stjórnarsamstarfi við VG.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 16.11.2016 kl. 14:20

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Skinsemi er frjálsbornum mönnum eðlislæg og þó að Axel Jóhann sjái enga möguleika, þá eru þeir til. 

Vinstyri Grænir smíðaðir af Steingrími hávaðakjafti og kommúnista hefðu mögulega verið brúklegir ef ekki væri alltaf þessi Steingrímur á bakvið.  

Hrólfur Þ Hraundal, 16.11.2016 kl. 17:45

5 identicon

Tja, Katrín hefur þessa valkosti - en hvaða kosti hún hefur annars er ég ekki alveg að sjá. Nema halla undir flatt og tala um jöfnuð út í eitt. 

En hún er greinilega skítstressuð blessunin, með krosslagða handleggi í viðtölum í dag og náföl í framan. Hélt bara að hún væri alveg að fara að gráta. Það virkar ekki mjög traustvekjandi.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband